Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 14:53 Tómas Guðbjartsson vísir/pjetur Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum ítalska læknisins Paolo Macchiarini. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá læknunum tveimur en þeir voru titlaðir sem meðhöfundar á grein ítalska læknisins um barkaígræðslur en hann er sakaður um að hafa falsað niðurstöður í henni. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Í yfirlýsingunni segjast Tómas og Óskar hafa ásamt fleiri læknum tekið þátt í meðferð Eritríumannsins Andemariam Beyene sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní árið 2011. Eftir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferðir án árangurs var niðurstaðan að ekki vvar hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum. Tómas og Óskar segja Andemariam hafa óskað eftir því að leitað yrði annarra leiða og var því haft samband við Karolinska sjúkráhúsið og var lagt til að græddur yrði barki í sjúklinginn úr plasti þakinn stofnfrumu. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi en framan af komst Andemariam til betri helsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðast árs á Karolinska-sjúkrahúsinu um tveimur og hálfur ári eftir að aðgerin var framkvæmd. Þeir Tómas og Óskar segjast ekki hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en þeir voru hins vegar tveir af 28 meðhöfundum á grein í læknatímaritinu Lancet sem fjallaði um aðgerðina. Þeir segja sitt hlutverk í þeirri grein hafa verið að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina.Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:„Undirritaðir tóku ásamt fleiri íslenskum læknum þátt í meðferð fyrsta sjúklingsins sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hafði sjúklingurinn greinst með illvígt æxli í barka tæpum tveimur árum áður. Hann hafði gengist undir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferð án árangurs. Leitað var eftir ráðgefandi áliti til erlendra sjúkrahúsa, m.a. í Bandaríkjunum. Niðurstöður voru að ekki væri hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum.Að ósk sjúklingsins var leitað annarra leiða og var þá haft samband við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Læknar þar lögðu til að græddur yrði i sjúklinginn barki úr plasti þakinn stofnfrumum. Slík aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum en undirbúningur hafði staðið um nokkurt skeið í London og Stokkhólmi. Sjúklingnum, fjölskyldu og læknum hans á Íslandi, var ljóst að um tilraunameðferð væri að ræða, sem þó byggði á fyrri reynslu ígræðslna barka úr látnum einstaklingum. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi enda voru ekki aðrar meðferðarleiðir mögulegar þegar þarna var komið. Ákvörðun um aðgerðina var tekin í góðri trú enda er Karolinska sjúkrahúsið eitt það virtasta í heimi.Annar undirritaðra (TG) aðstoðaði við aðgerðina, að ósk lækna á Karolinska og sjúklingsins sjálfs, enda gert áður á honum stóra aðgerð. Framan af komst sjúklingurinn til betri heilsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðasta árs á Karolinska sjúkrahúsinu um tveimur og hálfu ári eftir að aðgerðin var framkvæmd.Undirritaðir hafa ekkert komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en við erum tveir af 28 meðhöfundum á grein í hinu virta læknatímariti Lancet sem fjallaði um fyrstu aðgerðina. Var hlutverk okkar fyrst og fremst að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina. Greinin var send inn til birtingar rúmum 4 mánuðum frá aðgerðinni og birt nokkrum vikum síðar, áður en að vandkvæði vegna aðgerðarinnar komu í ljós. Við höfum aðstoðað báða málsaðila við rannsóknina og sent þeim gögn til að auðvelda rannsókn málsins. Þar sem málið er til rannsóknar getum við ekki tjáð okkur frekar um það að svo stöddu.“ Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum ítalska læknisins Paolo Macchiarini. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá læknunum tveimur en þeir voru titlaðir sem meðhöfundar á grein ítalska læknisins um barkaígræðslur en hann er sakaður um að hafa falsað niðurstöður í henni. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Í yfirlýsingunni segjast Tómas og Óskar hafa ásamt fleiri læknum tekið þátt í meðferð Eritríumannsins Andemariam Beyene sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní árið 2011. Eftir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferðir án árangurs var niðurstaðan að ekki vvar hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum. Tómas og Óskar segja Andemariam hafa óskað eftir því að leitað yrði annarra leiða og var því haft samband við Karolinska sjúkráhúsið og var lagt til að græddur yrði barki í sjúklinginn úr plasti þakinn stofnfrumu. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi en framan af komst Andemariam til betri helsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðast árs á Karolinska-sjúkrahúsinu um tveimur og hálfur ári eftir að aðgerin var framkvæmd. Þeir Tómas og Óskar segjast ekki hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en þeir voru hins vegar tveir af 28 meðhöfundum á grein í læknatímaritinu Lancet sem fjallaði um aðgerðina. Þeir segja sitt hlutverk í þeirri grein hafa verið að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina.Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:„Undirritaðir tóku ásamt fleiri íslenskum læknum þátt í meðferð fyrsta sjúklingsins sem fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. Líkt og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hafði sjúklingurinn greinst með illvígt æxli í barka tæpum tveimur árum áður. Hann hafði gengist undir umfangsmiklar aðgerðir og geislameðferð án árangurs. Leitað var eftir ráðgefandi áliti til erlendra sjúkrahúsa, m.a. í Bandaríkjunum. Niðurstöður voru að ekki væri hægt að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð og því mælt með líknandi meðferð þar sem lífshorfur voru taldar í mánuðum.Að ósk sjúklingsins var leitað annarra leiða og var þá haft samband við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Læknar þar lögðu til að græddur yrði i sjúklinginn barki úr plasti þakinn stofnfrumum. Slík aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum en undirbúningur hafði staðið um nokkurt skeið í London og Stokkhólmi. Sjúklingnum, fjölskyldu og læknum hans á Íslandi, var ljóst að um tilraunameðferð væri að ræða, sem þó byggði á fyrri reynslu ígræðslna barka úr látnum einstaklingum. Aðgerðin var skilgreind sem lífsbjargandi enda voru ekki aðrar meðferðarleiðir mögulegar þegar þarna var komið. Ákvörðun um aðgerðina var tekin í góðri trú enda er Karolinska sjúkrahúsið eitt það virtasta í heimi.Annar undirritaðra (TG) aðstoðaði við aðgerðina, að ósk lækna á Karolinska og sjúklingsins sjálfs, enda gert áður á honum stóra aðgerð. Framan af komst sjúklingurinn til betri heilsu en síðar komu upp vandamál og lést hann í byrjun síðasta árs á Karolinska sjúkrahúsinu um tveimur og hálfu ári eftir að aðgerðin var framkvæmd.Undirritaðir hafa ekkert komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga en við erum tveir af 28 meðhöfundum á grein í hinu virta læknatímariti Lancet sem fjallaði um fyrstu aðgerðina. Var hlutverk okkar fyrst og fremst að lýsa líðan sjúklings fyrir aðgerðina. Greinin var send inn til birtingar rúmum 4 mánuðum frá aðgerðinni og birt nokkrum vikum síðar, áður en að vandkvæði vegna aðgerðarinnar komu í ljós. Við höfum aðstoðað báða málsaðila við rannsóknina og sent þeim gögn til að auðvelda rannsókn málsins. Þar sem málið er til rannsóknar getum við ekki tjáð okkur frekar um það að svo stöddu.“
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58