Bíó og sjónvarp

Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu úr myndinni um Bobby Fischer

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tobey Maguire í hlutverki Bobby Fischer á Fróðárheiði á Snæfellsnesi.
Tobey Maguire í hlutverki Bobby Fischer á Fróðárheiði á Snæfellsnesi.
Ný stikla úr myndinni Pawn Sacrifice eða Peðsfórnin er komin út en myndin fjallar um Bobby Fischer og einvígið mikla við Boris Spasski, sem fram fór árið 1972 í Laugardalshöll.

Myndin verður frumsýnd út um allan heim og á Íslandi í september.
Hinn heimsþekkti leikari Tobey Maguire dvaldi á Íslandi í nokkra daga við tökur á myndinni en hann fer með hlutverk Fischer.

Þrátt fyrir að Ísland sé sögusviðið fóru tökur að mestu fram í Kanada ef frá eru taldir þrír tökudagar sem voru hér á landi í október 2013.

Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan kemur Ísland heldur betur við sögu í þessari stórmynd. 

Tökur fóru meðal annars fram í Reykjavík og á Fróðárheiði við bæinn Kverná skammt frá Grundarfirði.

Tobey Maguire er einn vinsælasti leikari heims og hefur meðal annars farið með hlutverk Kóngulóarmannsins.


Tengdar fréttir

Velta Sagafilm jókst um tæp 150 prósent

Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm fór úr tæpum 1.100 milljónum króna árið 2012 í tæpar 2.500 milljónir árið eftir. Veltuaukningin skýrist fyrst og fremst af stórum erlendum verkefnum.

Tobey Maguire í tökum á Fróðárheiði

Bandaríski leikarinn Tobey Maguire kom til landsins fyrir skömmu, en hann fer með hlutverk Bobby Fischer í kvikmynd sem verður að hluta til tekin upp á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.