Bíó og sjónvarp

Létu alla gesti Háskólabíós jarma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grímur Hákonarson, Grimar Jónsson og Sigurður Sigurjónsson tóku vel á móti gestunum í gær.
Grímur Hákonarson, Grimar Jónsson og Sigurður Sigurjónsson tóku vel á móti gestunum í gær. vísir/andri marínó
Í gærkvöldið var slegið heimsmet í jarmi þegar íslenska verðlaunamyndin Hrútar var frumsýnd í Háskólabíói.

Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, og Grímur Hákonarson, leikstóri Hrútar, fengu alla í salnum til þess að jarma í kór áður en myndin hófst. Rúmlega þúsund manns jörmuðu því til heiðurs íslensku sauðfé.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu á frumsýningu Hrúta - myndir

Aðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin.

Sjá einnig: Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld

Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar.

Sjá einnig: Hrútar vinna til Un Certain Regard verðlaunanna á Cannes

Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.