Óhugnalegt atvik kom upp í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld þar sem einn leikmaður Dnipro þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla.
Brasilíumaðurinn Matheus fór upp í skalleinvígi gegn Frakkanum Benoit Trémoulinas undir lok leiksins og lentu höfuð þeirra saman.
Matheus stóð skallaeinvígið af sér en var augljóslega ekki með fulla heilsu eftir höggið.
Skömmu síðar hneig hann niður og voru liðsfélagar hans fljótir að koma Matheus til hjálpar. Þeir kölluðu á allt tiltækt sjúkralið sem kom leikmanninum til meðvitundar áður en hann var borinn af velli.
Dnipro spilaði síðustu mínútur leiksins manni færri þar sem úkraínska liðið var búið með skiptingarnar.
Atvikið með Matheus má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikmaður Dnipro hneig niður í úrslitaleiknum | Sjáðu atvikið
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

