Bacca hetja Sevilla í Varsjá | Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2015 18:15 Carlos Bacca er maður kvöldsins. vísir/getty Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3: Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3:
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira