Innlent

Stjórnarráðið lokað eftir hádegi á morgun vegna útfarar Halldórs

Atli Ísleifsson skrifar
Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra.
Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra. Mynd/norden.org
Stjórnarráð Íslands verður lokað eftir hádegi á morgun, fimmtudag, vegna útfarar Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Útför Halldórs fer fram á vegum ríkisins næstkomandi fimmtudag 28. maí klukkan 13, frá Hallgrímskirkju.

Hall­dór lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans þann 18. maí, 67 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×