Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2015 14:01 Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar en Skipulagsstofnun féllst í morgun á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat hins umdeildar vegar. Deilur hafa staðið í áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Vegagerðin og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa lagt höfuðáherslu á að vegurinn liggi um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka, sem höfðu sigur með Hæstaréttardómi fyrir sex árum. Vegagerðin hefur nú hannað nýja veglínu um Teigsskóg og féllst Skipulagsstofnun á að í henni felist það miklar breytingar að þær réttlæti endurskoðun umhverfismatsins. Breytingarnar fela meðal annars í sér minni skerðingu á skóglendi en milda einnig áhrif á leirur og fjörur þar sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kvaðst í samtali við fréttastofu fagna þessari niðurstöðu Skipulagsstofnunar og vonast til að hún yrði til að draga úr andstöðu við verkefnið. Vegagerðin mun nú í framhaldinu leggja fram tillögu að matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat. Vegagerðin vonast til að niðurstaða liggi fyrir og að unnt verði að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar á fyrri hluta næsta árs. Gangi það allt eftir kveðst vegamálstjóri vonast til að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs og að hægt verði að hleypa umferð á nýjan veg um Teigsskóg árið 2018. Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. 27. maí 2015 09:09 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar en Skipulagsstofnun féllst í morgun á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat hins umdeildar vegar. Deilur hafa staðið í áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Vegagerðin og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa lagt höfuðáherslu á að vegurinn liggi um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka, sem höfðu sigur með Hæstaréttardómi fyrir sex árum. Vegagerðin hefur nú hannað nýja veglínu um Teigsskóg og féllst Skipulagsstofnun á að í henni felist það miklar breytingar að þær réttlæti endurskoðun umhverfismatsins. Breytingarnar fela meðal annars í sér minni skerðingu á skóglendi en milda einnig áhrif á leirur og fjörur þar sem brúarop eru breikkuð á brúm yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kvaðst í samtali við fréttastofu fagna þessari niðurstöðu Skipulagsstofnunar og vonast til að hún yrði til að draga úr andstöðu við verkefnið. Vegagerðin mun nú í framhaldinu leggja fram tillögu að matsáætlun fyrir endurskoðað umhverfismat. Vegagerðin vonast til að niðurstaða liggi fyrir og að unnt verði að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar á fyrri hluta næsta árs. Gangi það allt eftir kveðst vegamálstjóri vonast til að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs og að hægt verði að hleypa umferð á nýjan veg um Teigsskóg árið 2018.
Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. 27. maí 2015 09:09 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Vegur um Teigsskóg aftur í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur fallist á beiðni Vegagerðarinnar um að endurskoða umhverfismat vegna hins umdeilda vegar um Teigsskóg í Þorskafirði. 27. maí 2015 09:09