Þúsunda prósenta launamunur ræddur á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 11:56 Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson. Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21
Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14