Fékk kröfuna sína í Glitni greidda að fullu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:00 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti slitabúanna. Vísir/Heiða/Anton Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna. Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna.
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira