Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. maí 2015 08:00 Andrúmsloftið fraus í verðlaunaafhendingunni. Vísir/Getty Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. Hvað voru liðsmenn Mercedes að hugsa, hvað var Lewis Hamilton að hugsa, af hverju hleypti Daniel Ricciardo liðsfélaga sínum fram úr á síðasta hring og hvernig fór Rosberg að því að vinna þriðja Mónakó kappaksturinn í röð? Allt þetta og meira til í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg var skyndilega orðinn fremstur í halarófunni og var hálf hissa á öllu saman.Vísir/GettyHeimskulegt hlé hjá Hamilton Öryggisbíllinn kom út eftir að Max Verstappen á Toro Rosso keyrði aftan á Romain Grosjean á Lotus og endaði á varnarvegg. Viðbrögð Mercedes liðsins voru að taka forystu manninn af kappakstursbrautinni og inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekk. Eftir á sögðust þeir vera að búa sig undir að Ferrari gæti viljað skipta um dekk á bíl Vettel sem þá var þriðji. Ferrari nýtti ekki öryggisbílinn til að taka þjónustuhlé og Rosberg, liðsfélagi Hamilton gerði það ekki heldur. Rosberg og Vettel voru á undan Hamilton þegar sá síðastnefndi kom út á brautina aftur. Fullkomlega órökrétt ákvörðun hjá Mercedes og Hamilton. Fyrst brást Mercedes við með því að biðja Hamilton afsökunar. Nú er þó komið í ljós að miklar samræður áttu sér stað yfir talstöðina og Hamilton átti þátt í að taka endanlega ákvörðun um að þjónustuhléið færi fram. Rosberg var hógvær eftir keppnina og sagðist vissulega glaður en benti á að Hamilton hefði átt skilið að vinna líka. Þjónustuhléið sem Hamilton tók er klárlega klúður tímabilsins hingað til. Þetta hefur verið hið vandræðalegasta mál fyrir Mercedes. Verkfræðingar liðsins verða væntanlega með martraðir næstu vikuna.Kvyat og Ricciardo börðust ekki, heldur hjálpuðu liðinu og reyndu að ná í fleiri stig. Þessi tilraun bar ekki árangur.Vísir/GettyRed Bull ræður úrslitum Ricciardo var einn af fáum sem tók þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út á brautina. Hann var því á ferskum dekkjum undir lokin. Hann fékk að taka fram úr liðsfélaga sínum á full auðveldan máta. Ricciardo var þá hleypt áfram til að reyna að komast fram úr Hamilton og jafnvel stríða Vettel og Rosberg á griplitlum dekkjum í efstu sætum keppninnar. Hamilton var þó ekki beint á þeim buxunum að missa þriðja sætið líka úr hendi og Ricciardo komst ekki fram úr. Það kom þá í ljós undir lok siðasta hrings að Daniil Kvyat hafði hreinlega hleypt Ricciardo fram úr. Slíkt hafði hann gert með þeim skilyrðum að ef Ricciardo yrði ekki ágengt í að taka fram úr neinum fleirum. Raunin varð sú að Ricciardo hleypti Kvyat fram úr á síðustu metrunum og allir kátir.Christian Horner, liðsstjóri Red Bull sagði að þetta hefði verið gert til að gefa Ricciardo tækifæri til að komast á verðlaunapall. Hann hafði ekki geta nýtt sér það og því heiðrað samkomulagið sem gert hafði verið. Horner sagði að allir væru sáttir og að þetta hefði allt verið gert til að reyna að ná sem bestri niðurstöðu fyrir liðið. Kvyat var á mjög lélegu dekkjum þegar þarna var komið við sögu.Button náði í fyrstu stig McLaren á tímabilinu, það bilaði bara hjá Alonso.Vísir/GettyMcLaren mætir til leiks McLaren-Honda er goðsagnakennd blanda í Formúlu 1. Aðdáendur ættu þá að hætta að halda niður í bið eftir því að liðið vinni keppni.Jenson Button annar ökumanna liðsins náði fyrstu stigum þess í ár í keppninni um helgina. Það má því segja að liðið sé loks mætt til leiks í keppni bílasmiða og ökumanna.Fernando Alonso átti þó ekki góða helgi. Gírkassinn í bíl hans gaf sig í keppninni eftir að vélarrafallinn í bílnum hafði þegar gefið sig í tímatökunni. Erfið helgi fyrir Spánverjann.Verstappen inn í veggnum.Vísir/GettyVerstappen er næstum því fáránlega góður Max Verstappen tók tappann úr stíflunni sem olli öllum glundroðanum. Hann hafði átt nokkra snilldar fram úr akstra. Hann elti hraðari ökumenn sem voru að hringa þá sem Verstappen var að keppa við. Hann hélt sig nærri hraðari ökumönnum og fylgdi þeim í gegnum blá flögg og tók þannig fram úr keppinautum sínum. Verstappen var að reyna að taka fram úr Grosjean í fyrstu beygjunni en Grosjean var á lélegum, slitnum dekkjum og bremsaði fyrr en Verstappen gerði ráð fyrir og þeir lentu saman. Verstappen braut framfjöðrun á bíl sínum og þaut stjórnlaust áfram og endaði á varnarvegg. Það munaði ekki miklu að Verstappen tækist að taka fram úr Grosjean. Hann hefði svo auðveldlega orðið maður helgarinnar með þessum fram úr akstri. Verstappen er orðinn næstum því maður tímabilsins. Hann hefur átt einstaka spretti á tímabilinu. Hins vegar hefur hann einungis lokið keppni í tveimur af sex keppnum, sem er ekki góð byrjun hjá nýliðanum.Bottas barðist í bökkum í Mónakó.Vísir/GettyHvað var að Williams bílunum? Williams var annað besta liðið undir lok síðasta tímabils. 2015 hefur ekki byrjað eins vel fyrir Williams. Hvorugur ökumaður liðsins hefur komist á verðlaunapall á árinu. Fjórða sætið er það besta sem þeir hafa náð í ár. Þrátt fyrir slaka byrjun verður Mónakó að teljast í sérflokki slakra keppna. 14. og 15. sætið voru hlutskipti Valtteri Bottas og Felipe Massa um helgina. Líklega má finna skýringu á slökum árangri í Mónakó. Bíll Williams liðsins er hannaður til að ná miklum hámarkshraða og halda góðum meðalhraða í hröðum og meðal hröðum beygjum. Mónakó hefur nánast engar meðalhraðar beygjur. Brautin og bíllinn eiga því enga samleið. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. 16. maí 2015 23:30 Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. 24. maí 2015 18:30 Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. 12. maí 2015 22:31 Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. 19. maí 2015 22:15 Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 24. maí 2015 13:57 Lewis Hamilton á ráspól í Mónakó Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 23. maí 2015 13:05 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sjá meira
Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. Hvað voru liðsmenn Mercedes að hugsa, hvað var Lewis Hamilton að hugsa, af hverju hleypti Daniel Ricciardo liðsfélaga sínum fram úr á síðasta hring og hvernig fór Rosberg að því að vinna þriðja Mónakó kappaksturinn í röð? Allt þetta og meira til í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg var skyndilega orðinn fremstur í halarófunni og var hálf hissa á öllu saman.Vísir/GettyHeimskulegt hlé hjá Hamilton Öryggisbíllinn kom út eftir að Max Verstappen á Toro Rosso keyrði aftan á Romain Grosjean á Lotus og endaði á varnarvegg. Viðbrögð Mercedes liðsins voru að taka forystu manninn af kappakstursbrautinni og inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekk. Eftir á sögðust þeir vera að búa sig undir að Ferrari gæti viljað skipta um dekk á bíl Vettel sem þá var þriðji. Ferrari nýtti ekki öryggisbílinn til að taka þjónustuhlé og Rosberg, liðsfélagi Hamilton gerði það ekki heldur. Rosberg og Vettel voru á undan Hamilton þegar sá síðastnefndi kom út á brautina aftur. Fullkomlega órökrétt ákvörðun hjá Mercedes og Hamilton. Fyrst brást Mercedes við með því að biðja Hamilton afsökunar. Nú er þó komið í ljós að miklar samræður áttu sér stað yfir talstöðina og Hamilton átti þátt í að taka endanlega ákvörðun um að þjónustuhléið færi fram. Rosberg var hógvær eftir keppnina og sagðist vissulega glaður en benti á að Hamilton hefði átt skilið að vinna líka. Þjónustuhléið sem Hamilton tók er klárlega klúður tímabilsins hingað til. Þetta hefur verið hið vandræðalegasta mál fyrir Mercedes. Verkfræðingar liðsins verða væntanlega með martraðir næstu vikuna.Kvyat og Ricciardo börðust ekki, heldur hjálpuðu liðinu og reyndu að ná í fleiri stig. Þessi tilraun bar ekki árangur.Vísir/GettyRed Bull ræður úrslitum Ricciardo var einn af fáum sem tók þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út á brautina. Hann var því á ferskum dekkjum undir lokin. Hann fékk að taka fram úr liðsfélaga sínum á full auðveldan máta. Ricciardo var þá hleypt áfram til að reyna að komast fram úr Hamilton og jafnvel stríða Vettel og Rosberg á griplitlum dekkjum í efstu sætum keppninnar. Hamilton var þó ekki beint á þeim buxunum að missa þriðja sætið líka úr hendi og Ricciardo komst ekki fram úr. Það kom þá í ljós undir lok siðasta hrings að Daniil Kvyat hafði hreinlega hleypt Ricciardo fram úr. Slíkt hafði hann gert með þeim skilyrðum að ef Ricciardo yrði ekki ágengt í að taka fram úr neinum fleirum. Raunin varð sú að Ricciardo hleypti Kvyat fram úr á síðustu metrunum og allir kátir.Christian Horner, liðsstjóri Red Bull sagði að þetta hefði verið gert til að gefa Ricciardo tækifæri til að komast á verðlaunapall. Hann hafði ekki geta nýtt sér það og því heiðrað samkomulagið sem gert hafði verið. Horner sagði að allir væru sáttir og að þetta hefði allt verið gert til að reyna að ná sem bestri niðurstöðu fyrir liðið. Kvyat var á mjög lélegu dekkjum þegar þarna var komið við sögu.Button náði í fyrstu stig McLaren á tímabilinu, það bilaði bara hjá Alonso.Vísir/GettyMcLaren mætir til leiks McLaren-Honda er goðsagnakennd blanda í Formúlu 1. Aðdáendur ættu þá að hætta að halda niður í bið eftir því að liðið vinni keppni.Jenson Button annar ökumanna liðsins náði fyrstu stigum þess í ár í keppninni um helgina. Það má því segja að liðið sé loks mætt til leiks í keppni bílasmiða og ökumanna.Fernando Alonso átti þó ekki góða helgi. Gírkassinn í bíl hans gaf sig í keppninni eftir að vélarrafallinn í bílnum hafði þegar gefið sig í tímatökunni. Erfið helgi fyrir Spánverjann.Verstappen inn í veggnum.Vísir/GettyVerstappen er næstum því fáránlega góður Max Verstappen tók tappann úr stíflunni sem olli öllum glundroðanum. Hann hafði átt nokkra snilldar fram úr akstra. Hann elti hraðari ökumenn sem voru að hringa þá sem Verstappen var að keppa við. Hann hélt sig nærri hraðari ökumönnum og fylgdi þeim í gegnum blá flögg og tók þannig fram úr keppinautum sínum. Verstappen var að reyna að taka fram úr Grosjean í fyrstu beygjunni en Grosjean var á lélegum, slitnum dekkjum og bremsaði fyrr en Verstappen gerði ráð fyrir og þeir lentu saman. Verstappen braut framfjöðrun á bíl sínum og þaut stjórnlaust áfram og endaði á varnarvegg. Það munaði ekki miklu að Verstappen tækist að taka fram úr Grosjean. Hann hefði svo auðveldlega orðið maður helgarinnar með þessum fram úr akstri. Verstappen er orðinn næstum því maður tímabilsins. Hann hefur átt einstaka spretti á tímabilinu. Hins vegar hefur hann einungis lokið keppni í tveimur af sex keppnum, sem er ekki góð byrjun hjá nýliðanum.Bottas barðist í bökkum í Mónakó.Vísir/GettyHvað var að Williams bílunum? Williams var annað besta liðið undir lok síðasta tímabils. 2015 hefur ekki byrjað eins vel fyrir Williams. Hvorugur ökumaður liðsins hefur komist á verðlaunapall á árinu. Fjórða sætið er það besta sem þeir hafa náð í ár. Þrátt fyrir slaka byrjun verður Mónakó að teljast í sérflokki slakra keppna. 14. og 15. sætið voru hlutskipti Valtteri Bottas og Felipe Massa um helgina. Líklega má finna skýringu á slökum árangri í Mónakó. Bíll Williams liðsins er hannaður til að ná miklum hámarkshraða og halda góðum meðalhraða í hröðum og meðal hröðum beygjum. Mónakó hefur nánast engar meðalhraðar beygjur. Brautin og bíllinn eiga því enga samleið.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. 16. maí 2015 23:30 Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. 24. maí 2015 18:30 Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. 12. maí 2015 22:31 Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. 19. maí 2015 22:15 Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 24. maí 2015 13:57 Lewis Hamilton á ráspól í Mónakó Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 23. maí 2015 13:05 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sjá meira
Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. 16. maí 2015 23:30
Wolff: Við misreiknuðum þjónustuhléið Nico Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð og er þá kominn í hóp goðsagna á borð við Graham Hill, Ayrton Senna og Alain Prost. 24. maí 2015 18:30
Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. 12. maí 2015 22:31
Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. 19. maí 2015 22:15
Rosberg vann í Mónakó þriðja árið í röð Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mónakó þriðja árið í röð. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 24. maí 2015 13:57
Lewis Hamilton á ráspól í Mónakó Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 23. maí 2015 13:05