Chris Kirk sigraði eftir spennuþrunginn lokahring í Texas Kári Örn Hinriksson skrifar 25. maí 2015 14:30 Kirk fékk milljón dollara og ljótan jakka fyrir sigurinn í gær. Getty Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu. Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir. Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta. Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu. Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir. Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta. Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira