Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 20:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi þessi mál. „Eins og margir hafa sjálfsagt tekið eftir þá eru kjaradeilur nú eða staðan á vinnumarkaðnum um margt pólitískari en við höfum séð áður. Við sjáum það meðal annars birtast í yfirlýsingum sumra, alls ekki allra, en sumra af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem að tala fyrst og fremst út frá pólitík. Út frá afstöðu sinni til stjórnarflokkanna frekar en út frá hagsmunum skjólstæðinga sinna. Því það eru auðvitað hagsmunir skjólstæðinga forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að mönnum takist að verja kaupmáttinn. Að mönnum takist að gera samninga sem að tryggja raunverulega betri kjör en menn nýti ekki ástandið núna til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum eða senda pólitísk skilaboð,“ segir Sigmundur Davíð. Aðspurður um hvaða forystumenn verkalýðshreyfingarinnar Sigmundur Davíð sé að tala um vísar hann í þá sem hafa verið virkir í stjórnarandstöðuflokkunum. „Ég ætla nú ekki svo sem að fara að gefa þeim einkunn hverjum fyrir sig en þetta eru ekki hvað síst þeir sem að hafa verið virkir í stjórnarandstöðuflokkunum, sem að eru orðnir þeim mun meiri stjórnarandstæðingar núna, heldur en jafnvel þingmenn í stjórnarandstöðunni,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi þessi mál. „Eins og margir hafa sjálfsagt tekið eftir þá eru kjaradeilur nú eða staðan á vinnumarkaðnum um margt pólitískari en við höfum séð áður. Við sjáum það meðal annars birtast í yfirlýsingum sumra, alls ekki allra, en sumra af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem að tala fyrst og fremst út frá pólitík. Út frá afstöðu sinni til stjórnarflokkanna frekar en út frá hagsmunum skjólstæðinga sinna. Því það eru auðvitað hagsmunir skjólstæðinga forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að mönnum takist að verja kaupmáttinn. Að mönnum takist að gera samninga sem að tryggja raunverulega betri kjör en menn nýti ekki ástandið núna til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum eða senda pólitísk skilaboð,“ segir Sigmundur Davíð. Aðspurður um hvaða forystumenn verkalýðshreyfingarinnar Sigmundur Davíð sé að tala um vísar hann í þá sem hafa verið virkir í stjórnarandstöðuflokkunum. „Ég ætla nú ekki svo sem að fara að gefa þeim einkunn hverjum fyrir sig en þetta eru ekki hvað síst þeir sem að hafa verið virkir í stjórnarandstöðuflokkunum, sem að eru orðnir þeim mun meiri stjórnarandstæðingar núna, heldur en jafnvel þingmenn í stjórnarandstöðunni,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira