Írar rísa undan skugga fortíðar með sögulegri atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira