Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 18:52 Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira