Lewis Hamilton á ráspól í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. maí 2015 13:05 Hamilton var óstöðvandi í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Tímatakan í Mónakó er ein sú allra mikilvægasta á tímabilinu. Það er afar erfitt að taka fram úr á brautinni og lítið svigrúm til að beita keppnisáætlun til að komast fram úr. Í fyrstu lotu tímatökunnar börðust Mercedes menn á toppnum og Red Bull og Toro Rosso þar fyrir aftan. Marussia mennirnir duttu út ásamt Sauber mönnunum og Valtteri Bottas á Williams, sem kom talsvert á óvart. Red Bull og systurliðið Toro Rosso náðu að raða sér í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti í fyrstu lotunni. Önnur lotan hófst á því að Fernando Alonso á McLaren hætti þátttöku, líklega enn ein bilunin í bíl Spánverjans sem drap á sér. McLaren mennirnir duttu út í annarri lotu ásamt Felipe Massa á Williams, Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus.Maldonado kom Lotus bílnum loksins í þriðju lotu. Kannski hann nái í sín fyrstu stig í ár á morgun.Vísir/GettyLiðsfélagi Grosjean, Pastor Maldonado komst í þriðju lotuna í fyrsta skipti á tímabilinu. Hamilton passaði sig að vera á undan Rosberg af stað í þriðju lotuna. Hann vildi forðast endurtekið efni frá því í fyrra. Rosberg læsti dekkjunum á leið inn í fyrstu beygju á síðasta tímatökuhringnum sem átti að vera sá hraðasti. Eftir það var ekki möguleiki fyrir Rosberg að reyna við ráspól. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af brautinni í Mónakó með öllum helstu upplýsingum um keppnina. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. 16. maí 2015 23:30 Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. 23. maí 2015 11:30 Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. 19. maí 2015 07:30 Hamilton hraðastur á báðum æfingum Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagisins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. maí 2015 20:05 Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. 12. maí 2015 22:31 Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. 19. maí 2015 22:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Tímatakan í Mónakó er ein sú allra mikilvægasta á tímabilinu. Það er afar erfitt að taka fram úr á brautinni og lítið svigrúm til að beita keppnisáætlun til að komast fram úr. Í fyrstu lotu tímatökunnar börðust Mercedes menn á toppnum og Red Bull og Toro Rosso þar fyrir aftan. Marussia mennirnir duttu út ásamt Sauber mönnunum og Valtteri Bottas á Williams, sem kom talsvert á óvart. Red Bull og systurliðið Toro Rosso náðu að raða sér í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti í fyrstu lotunni. Önnur lotan hófst á því að Fernando Alonso á McLaren hætti þátttöku, líklega enn ein bilunin í bíl Spánverjans sem drap á sér. McLaren mennirnir duttu út í annarri lotu ásamt Felipe Massa á Williams, Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus.Maldonado kom Lotus bílnum loksins í þriðju lotu. Kannski hann nái í sín fyrstu stig í ár á morgun.Vísir/GettyLiðsfélagi Grosjean, Pastor Maldonado komst í þriðju lotuna í fyrsta skipti á tímabilinu. Hamilton passaði sig að vera á undan Rosberg af stað í þriðju lotuna. Hann vildi forðast endurtekið efni frá því í fyrra. Rosberg læsti dekkjunum á leið inn í fyrstu beygju á síðasta tímatökuhringnum sem átti að vera sá hraðasti. Eftir það var ekki möguleiki fyrir Rosberg að reyna við ráspól. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af brautinni í Mónakó með öllum helstu upplýsingum um keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. 16. maí 2015 23:30 Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. 23. maí 2015 11:30 Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. 19. maí 2015 07:30 Hamilton hraðastur á báðum æfingum Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagisins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. maí 2015 20:05 Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. 12. maí 2015 22:31 Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. 19. maí 2015 22:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton: Ég ætla á undan í tímatökunni í Mónakó Lewis Hamilton ætlar að tryggja að atburðir tímatökunnar í Mónakó í fyrra endurtaki sig ekki í ár. 16. maí 2015 23:30
Hamilton: Ég á meira inni Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg. 23. maí 2015 11:30
Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli. 19. maí 2015 07:30
Hamilton hraðastur á báðum æfingum Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagisins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. maí 2015 20:05
Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. 12. maí 2015 22:31
Alonso: Held við náum í stig í Mónakó McLaren mun ná í sín fyrstu stig í ár í keppninni í Mónakó um helgina ef marka má orð annars ökumanna liðsins, Fernando Alonso. 19. maí 2015 22:15