Lífið

Fulltrúar Íslands unnu Cover-Eurovision í Vínarborg

Atli Ísleifsson skrifar
Eiríkur Þór Hafdal og Flosi Jón Ófeigsson sungu smellinn This Is My Life.
Eiríkur Þór Hafdal og Flosi Jón Ófeigsson sungu smellinn This Is My Life.
Fulltrúar Íslands sigruðu í cover-lagakeppni aðdáendaklúbba Eurovision sem fram fór á Euro Club í Vín í gærkvöldi.

Eiríkur Þór Hafdal og Flosi Jón Ófeigsson sungu smellinn This Is My Life sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2008 í flutningi þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar.

Ljóst er af myndbandi sem tekið var af flutningi þeirra félaga að þeir hafi lagt sig alla í flutninginn.

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir afhenti þeim Eiríki og Flosa viðurkenningu fyrir sigurinn.

FÁSES/OGAE Iceland vann Cover-laga keppni OGAE klúbbanna. Þetta er tekið eftir að Hera Björk hafði tilkynnt sigurvegarann!

Posted by FÁSES - OGAE Iceland on Friday, 22 May 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×