Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational - Rory McIlroy datt úr leik á Wentworth 23. maí 2015 12:30 Kevin Na á öðrum hring. Getty Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira