Lögregla í Feneyjum lokar íslensku moskunni Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 15:53 Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima, ávarpar gesti moskunnar. Mynd/Snorri Ásmundsson Lögregla í Feneyjum hefur lokað fyrir að aðgang að Fyrstu moskunni í Feneyjum, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár. Moskan hefur vakið talsverða athygli, sem og gagnrýni, bæði hér heima og erlendis. Verkið, sem er hugarfóstur hins svissnesk-íslenska Christop Buchel, er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Sjá má myndir frá lokuninni hér. Líkt og greint hefur verið frá, barst KÍM bréf frá borgaryfirvöldum stuttu fyrir opnun þar sem fram kom að lögreglan teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ KÍM fékk lögfræðinga til að meta stöðuna en Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að stefnt væri að því að halda moskunni áfram opinni. Að því er ítalskir miðlar greina frá í dag, var moskunni lokað um klukkan eitt. Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa verið kallaðir á vettvang til að koma gestum og aðstandendum sýningarinnar út úr byggingunni. Sjá einnig: Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Svo virðist sem borgarráð Feneyja hafi ákveðið að afturkalla tilskyld leyfi fyrir notkun kirkjunnar fornu. Ítalskir miðlar segja ástæðurnar annars vegar þær að Buchel hafi ekki sagt rétt frá því í hvaða tilgangi kirkjan yrði notuð og hins vegar að sýningin hafi brotið öryggisreglur þegar rúmlega hundrað manns mættu til að biðja í kirkjunni fyrir viku. „Nöturleg skilaboð til heimsins“ KÍM hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem niðurstaða borgaryfirvalda er sögð sorgleg. Aðstandendur sýningarinnar telja borgina hafa frá upphafi sýnt mikla tortryggni í garð framlags Íslands og fremur reynt að leggja steina í götu þess að en greiða fyrir sýningunni. „Síðustu mánuði hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, listamaðurinn og allt sýningarteymið unnið hörðum höndum að því að svara fyrirspurnum frá borgaryfirvöldum Feneyja, en í hvert sinn sem þeim hefur verið svarað hafa komið nýjar fyrirspurnir,“ segir í tilkynningunni. „Aðalágreiningsmál borgaryfirvalda og Kynningarmiðstöðvarinnar hefur falist í því hvort að verkið sé listaverk eða ekki, þrátt fyrir að framlag íslenska skálans sé opinbert framlag Íslands til hinnar 56. alþjóðlegu myndlistarsýningu Feneyjatvíæringsins.“ Í tilkynningunni er það ítrekað að kirkjan sem hýsir sýninguna hafi verið afhelguð og leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann. „Með ákvörðun sinni hafa yfirvöld borgarinnar kosið að hafna þeim möguleika að borgin geti einnig orðið vettvangur umræðu og sátta manna í milli um málefni sem varða miklu fyrir íbúa Feneyja, Íslands og heimsins almennt,“ segir jafnframt. „Það eru nöturleg skilaboð til heimsins að nokkrum dögum eftir að Frans I. páfi, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, viðurkennir formlega ríki Palestínumanna og opnar þannig fyrir aukna samræðu milli kristinna manna og þeirra sem aðhyllast múhameðstrú, þá skuli yfirvöld í Feneyjum kjósa að loka listrænum vettvangi sem var ætlað að fóstra slíkra samræðu í borginni, en þess í stað kjósa fylgja slóð afneitunar, fordóma og hræðslu.“ Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögregla í Feneyjum hefur lokað fyrir að aðgang að Fyrstu moskunni í Feneyjum, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár. Moskan hefur vakið talsverða athygli, sem og gagnrýni, bæði hér heima og erlendis. Verkið, sem er hugarfóstur hins svissnesk-íslenska Christop Buchel, er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Sjá má myndir frá lokuninni hér. Líkt og greint hefur verið frá, barst KÍM bréf frá borgaryfirvöldum stuttu fyrir opnun þar sem fram kom að lögreglan teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ KÍM fékk lögfræðinga til að meta stöðuna en Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að stefnt væri að því að halda moskunni áfram opinni. Að því er ítalskir miðlar greina frá í dag, var moskunni lokað um klukkan eitt. Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa verið kallaðir á vettvang til að koma gestum og aðstandendum sýningarinnar út úr byggingunni. Sjá einnig: Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Svo virðist sem borgarráð Feneyja hafi ákveðið að afturkalla tilskyld leyfi fyrir notkun kirkjunnar fornu. Ítalskir miðlar segja ástæðurnar annars vegar þær að Buchel hafi ekki sagt rétt frá því í hvaða tilgangi kirkjan yrði notuð og hins vegar að sýningin hafi brotið öryggisreglur þegar rúmlega hundrað manns mættu til að biðja í kirkjunni fyrir viku. „Nöturleg skilaboð til heimsins“ KÍM hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem niðurstaða borgaryfirvalda er sögð sorgleg. Aðstandendur sýningarinnar telja borgina hafa frá upphafi sýnt mikla tortryggni í garð framlags Íslands og fremur reynt að leggja steina í götu þess að en greiða fyrir sýningunni. „Síðustu mánuði hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, listamaðurinn og allt sýningarteymið unnið hörðum höndum að því að svara fyrirspurnum frá borgaryfirvöldum Feneyja, en í hvert sinn sem þeim hefur verið svarað hafa komið nýjar fyrirspurnir,“ segir í tilkynningunni. „Aðalágreiningsmál borgaryfirvalda og Kynningarmiðstöðvarinnar hefur falist í því hvort að verkið sé listaverk eða ekki, þrátt fyrir að framlag íslenska skálans sé opinbert framlag Íslands til hinnar 56. alþjóðlegu myndlistarsýningu Feneyjatvíæringsins.“ Í tilkynningunni er það ítrekað að kirkjan sem hýsir sýninguna hafi verið afhelguð og leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann. „Með ákvörðun sinni hafa yfirvöld borgarinnar kosið að hafna þeim möguleika að borgin geti einnig orðið vettvangur umræðu og sátta manna í milli um málefni sem varða miklu fyrir íbúa Feneyja, Íslands og heimsins almennt,“ segir jafnframt. „Það eru nöturleg skilaboð til heimsins að nokkrum dögum eftir að Frans I. páfi, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, viðurkennir formlega ríki Palestínumanna og opnar þannig fyrir aukna samræðu milli kristinna manna og þeirra sem aðhyllast múhameðstrú, þá skuli yfirvöld í Feneyjum kjósa að loka listrænum vettvangi sem var ætlað að fóstra slíkra samræðu í borginni, en þess í stað kjósa fylgja slóð afneitunar, fordóma og hræðslu.“
Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54
Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45
Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06
Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00