Íslendingarnir í Kristianstad áttu ekki roð í Söru Björk Gunnarsdóttur og félaga í Rosengård í kvöld.
Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur voru í byrjunarliðinu hjá Elísabetu Gunnarsdóttur. Sara Björk var í liði Rosengård eins og venjulega.
Mikill styrkleikamunur var á liðunum í kvöld og vann Rosengård stórsigur, 7-0. Margrét Lára fór af velli á 66. mínútu en Elísa og Sara Björk kláruðu leikinn.
Rosengård á toppnum en Kristianstad í fimmta sæti.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir Eskilstuna United sem vann útisigur, 1-2, á Örebro. Eskilstuna komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar.
