Angela Merkel: Samstarf ESB og fyrrum Sovétlýðvelda ekki beint gegn Rússum Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2015 12:57 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir óhugsandi að Rússar snúi aftur í G8-hópinn að svo stöddu. Vísir/AFP Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa. Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa.
Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira