PSG borgar bestu launin í heimi íþróttanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2015 11:00 Zlatan Ibrahimovic og Xavi en lið þeirra beggja borga mjög góð laun. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira