Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd 21. maí 2015 00:01 Atli Viðar skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA í gær. vísir/ernir Fjórða umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH vann ÍA og KR vann Fylki - ekkert nýtt undir sólinni þar. Stjarnan er enn taplaus eftir að hafa jafnað tvisvar gegn Víkingum. Eyjamenn skoruðu loksins og Blikar sluppu úr jafnteflisprísundinni. Fjölnir bar sigurorð af Keflvíkingum sem eru aðeins með eitt stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV 2-2 LeiknirFH 4-1 ÍAFjölnir 1-0 KeflavíkVíkingur 2-2 StjarnanBreiðablik 1-0 ValurFylkir 1-3 KRAndri Rúnar skoraði og lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.vísir/ernirGóð umferð fyrir ... ... Atla Viðar Björnsson Var í byrjunarliði FH í fyrsta sinn í sumar og þakkaði traustið með sögulegu marki, hans 100. í efstu deild. Magnaður árangur hjá þessum frábæra framherja sem er einn stöðugasti markaskori sem hefur spilað í efstu deild. Leikmaður sem þarf ekki alltaf margar mínútur til að skila mörkum. ... Höskuld Gunnlaugsson Skar Blika úr jafnteflissnörunni með sigurmarki gegn Val á Kópavogsvelli. Markið kom eftir fallega sókn og sendingu Kristins Jónssonar. Höskuldur er kominn með tvö mörk í deildinni en hann skoraði einnig fyrra mark Blika gegn KR. Spennandi leikmaður sem hefur fylgt eftir góðri frammistöðu á undirbúningstímabilinu. Það er komin ný stálmús í deildina eins og strákarnir í Pepsi-mörkunum sögðu í þætti gærkvöldsins. ... Andra Rúnar Bjarnason Spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild gegn Stjörnunni og nýtti tækifærið vel. Andri byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Rolf Toft og skoraði svo sjálfur seinna mark Víkinga. Andri hefur verið drjúgur fyrir BÍ/Bolungarvík í neðri deildunum síðustu ár en tók skrefið upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil. Verður spennandi að sjá hvort hann nái að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær í næstu leikjum Víkinga. Keflvíkingar hafa aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum.vísir/ernirVond umferð fyrir ...... Keflavík Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar fara afar illa af stað, öfugt við það sem gerðist í fyrra þar sem þeir fengu níu stig úr fyrstu þremur leikjunum sem fóru langt með að tryggja sæti þeirra í Pepsi-deildinni. Keflvíkingar lágu fyrir Fjölni í Grafarvoginum í gær og enn og aftur fengu þeir á sig mörk á lokamínútunum. Sú var einnig raunin í fyrra og það verður að setja spurningarmerki við formið á liðinu. Er það nógu gott?... Benedikt Októ Bjarnason Eyjamenn voru ekki vaknaðir þegar leikurinn gegn Leikni hófst í gær og fengu á sig mark strax á 2. mínútu. Hilmar Árni Halldórsson tók hornspyrnu og sendi boltann á kollinn á Halldóri Kristni Halldórssyni sem skallaði að marki. Benedikt var á fjærstönginni og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að sparka boltanum ekki frá. Í stað þess lak tuðran undir hann og í markið. Ekki beint draumabyrjun á leiknum hjá Eyjamönnum sem náðu þó í jafntefli.... Skagavörnina Vörn ÍA var sterk í fyrstu þremur umferðunum en í gærkvöldi opnuðu FH-ingar hana trekk í trekk. Mörkin urðu á endanum fjögur en hefðu getað orðið fleiri. Skagamenn voru meira segja svo góðir við FH-inga að skora eitt mark fyrir þá en þetta var annar leikurinn í röð sem Akurnesingar setja boltann í eigið mark. ÍA þarf svo sannarlega að þétta raðirnar fyrir leikinn gegn Breiðabliki á þriðjudaginn.Leiknismenn komust til Eyja eftir allt saman.vísir/stefánTölfræðin og sagan:*Keflvíkingar hafa fengið á sig mark á síðustu tíu mínútunum í öllum fjórum leikjum sínum. *Þórir Guðjónsson hefur skorað tvö sigurmörk í fyrstu fjórum umferðunum. *Fjölnir hefur náð í 15 stig af 24 mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum undanfarin tvö sumur. *Eyjamenn biðu í 290 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar. *Bæði Eyjamenn og Skagamenn skoruðu sitt fyrsta mark í sumar á móti Leikni. *ÍBV hefur ekki fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Valsmenn skoruðu ekki á Kópavogsvellinum fjórða árið í röð. *Breiðablik hefur aðeins tapað einum af síðustu þrettán leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Blikar sluppu við það að verða fyrsta félagið sem gerir jafntefli í fjórum fyrstu leikjum sínum. *FH hefur skorað öll níu mörkin sín í sumar á þeim 147 mínútum sem Atli Viðar Björnsson hefur verið inn á vellinum. *FH hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð í fimm ár. *FH hefur unnið sjö síðustu deildarleiki sína á móti ÍA og skorað í þeim 28 mörk eða 4 mörk að meðaltali. *Jeppe Hansen hefur skorað í þremur leikjum í röð. *Víkingar hafa náð í stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í fyrsta sinn síðan 1984. *Víkingar hafa ekki unnið í síðustu sjö heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. *KR hefur unnið fimm síðustu deildarleiki sína við Fylki með markatölunni 15-4. *KR-ingar hafa skorað tvö mörk eða fleiri í síðustu átta deildarleikjum sínum í Árbænum. *Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði síðast í Pepsi-deildinni 2. júní í fyrra.Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik síðan fyrir FH í lokaumferðinni 2013.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:„Liðsstjórinn hjá Leikni er farinn. Hann var ósáttur með tvo dóma í röð og er farinn upp í búningsklefa. Atvikið gerðist ekki nema 80 metra frá honum og hann taldi sig hafa séð það betur en dómarinn sem var nokkra metra frá því.“Tómas Þór Þórðarson á Víkingsvelli: „Örfáar hræður eru nú þegar byrjaðar að koma sér fyrir í stúkunni. Sumir snæða hamborgara en aðrir Subway. Enginn nýtur þó matarins þar sem ansi virk börn berja trommurnar sem stuðningsmannasveit Víkinga kom fyrir áðan. Þetta er svo PIRRANDI. Jeminn eini.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fjölnisvelli:„Það er afar sérstök stemning hérna. Enginn áhorfandi mættur í stúkuna rétt rúmum hálftíma í leik og engin tónlist í kerfinu. Ég hef ekki upplifað þetta áður, svo skömmu fyrir leik í Pepsi-deildinni.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 8 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki - 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Bjarni Þór Viðarsson, FH - 8 Frans Elvarsson, Keflavík - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Arnór Snær Guðmundsson, ÍA - 3 Marko Andelkovic, ÍA - 3 Albert Hafsteinsson, ÍA - 3 Arnar Már Guðjónsson, ÍA - 3 Kolbeinn Kárason, Leikni - 3 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 2Umræðan #pepsi365Hvenær verður gefinn út best of þáttur af viðtölum við Óla Þórðar? hann er ÆÐI! ;) #pepsimork#pepsi365 — Berglind Jóhanns (@berglindjohanns) May 20, 2015Tognunar-Tómas í Val? #fotbolti#Pepsi365 — Einar Örn Jónsson (@einarpiano) May 20, 2015Stungan hans Aukaspyrnu-Ívars á lofti inn á Hauk Baldvins í leiknum áðan (á 90' mín) er með því fallegra sem ég hef séð #pepsi365 — Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) May 20, 2015Dómgæslan í Pepsi er eiginlega aðalfréttin eftir 4 umferðir. Þessi hörmung að stela senunni. #fotbolti#pepsi365 — Teitur Örlygsson (@teitur11) May 20, 2015Eru íslensku dómararnir í einhverri keppni um hver getur dæmt flest lögleg mörk af í Pepsídeildinni ? #fotboltinet#pepsi365#fylkir-KR — Kari Einarsson (@karieinars) May 20, 2015FH. Rise above it. Þvingunartaktar við fjölmiðla skila aldrei neinu. #pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) May 20, 2015Þetta er svo fallegt. Frábær vinnusigur á sterku Valsliði. Gulli Gull gulls ígildi í markinu. #fotboltinet#pepsi365 — Hlynur Magnússon (@hlynurm) May 20, 2015Andri Rúnar er Bolvikingur ekki Ísfirðingur #pepsi365 — Stefán Örn Karlsson (@stebbi810) May 20, 2015Arnar Gunnlaugs talar, ég hlusta og er sammála. #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 20, 2015Mark 4. umferðar Atvik 4. umferðar Markasyrpa 4. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Fjórða umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH vann ÍA og KR vann Fylki - ekkert nýtt undir sólinni þar. Stjarnan er enn taplaus eftir að hafa jafnað tvisvar gegn Víkingum. Eyjamenn skoruðu loksins og Blikar sluppu úr jafnteflisprísundinni. Fjölnir bar sigurorð af Keflvíkingum sem eru aðeins með eitt stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:ÍBV 2-2 LeiknirFH 4-1 ÍAFjölnir 1-0 KeflavíkVíkingur 2-2 StjarnanBreiðablik 1-0 ValurFylkir 1-3 KRAndri Rúnar skoraði og lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.vísir/ernirGóð umferð fyrir ... ... Atla Viðar Björnsson Var í byrjunarliði FH í fyrsta sinn í sumar og þakkaði traustið með sögulegu marki, hans 100. í efstu deild. Magnaður árangur hjá þessum frábæra framherja sem er einn stöðugasti markaskori sem hefur spilað í efstu deild. Leikmaður sem þarf ekki alltaf margar mínútur til að skila mörkum. ... Höskuld Gunnlaugsson Skar Blika úr jafnteflissnörunni með sigurmarki gegn Val á Kópavogsvelli. Markið kom eftir fallega sókn og sendingu Kristins Jónssonar. Höskuldur er kominn með tvö mörk í deildinni en hann skoraði einnig fyrra mark Blika gegn KR. Spennandi leikmaður sem hefur fylgt eftir góðri frammistöðu á undirbúningstímabilinu. Það er komin ný stálmús í deildina eins og strákarnir í Pepsi-mörkunum sögðu í þætti gærkvöldsins. ... Andra Rúnar Bjarnason Spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild gegn Stjörnunni og nýtti tækifærið vel. Andri byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Rolf Toft og skoraði svo sjálfur seinna mark Víkinga. Andri hefur verið drjúgur fyrir BÍ/Bolungarvík í neðri deildunum síðustu ár en tók skrefið upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil. Verður spennandi að sjá hvort hann nái að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær í næstu leikjum Víkinga. Keflvíkingar hafa aðeins náð í eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum.vísir/ernirVond umferð fyrir ...... Keflavík Lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar fara afar illa af stað, öfugt við það sem gerðist í fyrra þar sem þeir fengu níu stig úr fyrstu þremur leikjunum sem fóru langt með að tryggja sæti þeirra í Pepsi-deildinni. Keflvíkingar lágu fyrir Fjölni í Grafarvoginum í gær og enn og aftur fengu þeir á sig mörk á lokamínútunum. Sú var einnig raunin í fyrra og það verður að setja spurningarmerki við formið á liðinu. Er það nógu gott?... Benedikt Októ Bjarnason Eyjamenn voru ekki vaknaðir þegar leikurinn gegn Leikni hófst í gær og fengu á sig mark strax á 2. mínútu. Hilmar Árni Halldórsson tók hornspyrnu og sendi boltann á kollinn á Halldóri Kristni Halldórssyni sem skallaði að marki. Benedikt var á fjærstönginni og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að sparka boltanum ekki frá. Í stað þess lak tuðran undir hann og í markið. Ekki beint draumabyrjun á leiknum hjá Eyjamönnum sem náðu þó í jafntefli.... Skagavörnina Vörn ÍA var sterk í fyrstu þremur umferðunum en í gærkvöldi opnuðu FH-ingar hana trekk í trekk. Mörkin urðu á endanum fjögur en hefðu getað orðið fleiri. Skagamenn voru meira segja svo góðir við FH-inga að skora eitt mark fyrir þá en þetta var annar leikurinn í röð sem Akurnesingar setja boltann í eigið mark. ÍA þarf svo sannarlega að þétta raðirnar fyrir leikinn gegn Breiðabliki á þriðjudaginn.Leiknismenn komust til Eyja eftir allt saman.vísir/stefánTölfræðin og sagan:*Keflvíkingar hafa fengið á sig mark á síðustu tíu mínútunum í öllum fjórum leikjum sínum. *Þórir Guðjónsson hefur skorað tvö sigurmörk í fyrstu fjórum umferðunum. *Fjölnir hefur náð í 15 stig af 24 mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum undanfarin tvö sumur. *Eyjamenn biðu í 290 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar. *Bæði Eyjamenn og Skagamenn skoruðu sitt fyrsta mark í sumar á móti Leikni. *ÍBV hefur ekki fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Valsmenn skoruðu ekki á Kópavogsvellinum fjórða árið í röð. *Breiðablik hefur aðeins tapað einum af síðustu þrettán leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Blikar sluppu við það að verða fyrsta félagið sem gerir jafntefli í fjórum fyrstu leikjum sínum. *FH hefur skorað öll níu mörkin sín í sumar á þeim 147 mínútum sem Atli Viðar Björnsson hefur verið inn á vellinum. *FH hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð í fimm ár. *FH hefur unnið sjö síðustu deildarleiki sína á móti ÍA og skorað í þeim 28 mörk eða 4 mörk að meðaltali. *Jeppe Hansen hefur skorað í þremur leikjum í röð. *Víkingar hafa náð í stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í fyrsta sinn síðan 1984. *Víkingar hafa ekki unnið í síðustu sjö heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni. *KR hefur unnið fimm síðustu deildarleiki sína við Fylki með markatölunni 15-4. *KR-ingar hafa skorað tvö mörk eða fleiri í síðustu átta deildarleikjum sínum í Árbænum. *Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði síðast í Pepsi-deildinni 2. júní í fyrra.Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik síðan fyrir FH í lokaumferðinni 2013.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:„Liðsstjórinn hjá Leikni er farinn. Hann var ósáttur með tvo dóma í röð og er farinn upp í búningsklefa. Atvikið gerðist ekki nema 80 metra frá honum og hann taldi sig hafa séð það betur en dómarinn sem var nokkra metra frá því.“Tómas Þór Þórðarson á Víkingsvelli: „Örfáar hræður eru nú þegar byrjaðar að koma sér fyrir í stúkunni. Sumir snæða hamborgara en aðrir Subway. Enginn nýtur þó matarins þar sem ansi virk börn berja trommurnar sem stuðningsmannasveit Víkinga kom fyrir áðan. Þetta er svo PIRRANDI. Jeminn eini.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fjölnisvelli:„Það er afar sérstök stemning hérna. Enginn áhorfandi mættur í stúkuna rétt rúmum hálftíma í leik og engin tónlist í kerfinu. Ég hef ekki upplifað þetta áður, svo skömmu fyrir leik í Pepsi-deildinni.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 8 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki - 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Bjarni Þór Viðarsson, FH - 8 Frans Elvarsson, Keflavík - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Arnór Snær Guðmundsson, ÍA - 3 Marko Andelkovic, ÍA - 3 Albert Hafsteinsson, ÍA - 3 Arnar Már Guðjónsson, ÍA - 3 Kolbeinn Kárason, Leikni - 3 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 2Umræðan #pepsi365Hvenær verður gefinn út best of þáttur af viðtölum við Óla Þórðar? hann er ÆÐI! ;) #pepsimork#pepsi365 — Berglind Jóhanns (@berglindjohanns) May 20, 2015Tognunar-Tómas í Val? #fotbolti#Pepsi365 — Einar Örn Jónsson (@einarpiano) May 20, 2015Stungan hans Aukaspyrnu-Ívars á lofti inn á Hauk Baldvins í leiknum áðan (á 90' mín) er með því fallegra sem ég hef séð #pepsi365 — Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) May 20, 2015Dómgæslan í Pepsi er eiginlega aðalfréttin eftir 4 umferðir. Þessi hörmung að stela senunni. #fotbolti#pepsi365 — Teitur Örlygsson (@teitur11) May 20, 2015Eru íslensku dómararnir í einhverri keppni um hver getur dæmt flest lögleg mörk af í Pepsídeildinni ? #fotboltinet#pepsi365#fylkir-KR — Kari Einarsson (@karieinars) May 20, 2015FH. Rise above it. Þvingunartaktar við fjölmiðla skila aldrei neinu. #pepsi365 — Henry Birgir (@henrybirgir) May 20, 2015Þetta er svo fallegt. Frábær vinnusigur á sterku Valsliði. Gulli Gull gulls ígildi í markinu. #fotboltinet#pepsi365 — Hlynur Magnússon (@hlynurm) May 20, 2015Andri Rúnar er Bolvikingur ekki Ísfirðingur #pepsi365 — Stefán Örn Karlsson (@stebbi810) May 20, 2015Arnar Gunnlaugs talar, ég hlusta og er sammála. #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 20, 2015Mark 4. umferðar Atvik 4. umferðar Markasyrpa 4. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira