Viðskipti innlent

ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð

ingvar haraldsson skrifar
Bakki við Húsavík.
Bakki við Húsavík. vísir/pjetur
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að samningar Landsvirkjunar og Landsnets við PCC Bakki Silicon frá því í mars 2015 feli ekki í sér ríkisaðstoð.

PCC áformar að byggja kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík. Hefur PCC skrifað undir samning við Landsvirkjun um kaup á raforku og við Landsnet um flutning á raforku.

ESA segir að samningur sem Landsvirkjun gerði við PCC um kaup á raforku sé arðsamur og skilmálar hans séu slíkir að einkarekið fyrirtæki myndi samþykkja hann við sambærilegar aðstæður.

Landsnet hafi einnig sýnt fram á að fyrirtækið geri sambærilegar kröfur og einkarekið fyrirtæki væri líklegt til að gera við sambærilegar aðstæður. Þá muni PCC mun greiða gjöld sem ákvörðuð eru á grundvelli raforkulaga.

Samningarnir sem undirritaðir voru í mars 2015 voru gerðir í kjölfar þess að ESA ákvað að hefja formlega rannsókn á samningum um sama efni frá árinu 2014. Samningunum frá 2014 var þá rift áður en þeir tóku gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×