Formúla 1

Ricciardo: Breiðari afturdekk skref í rétta átt

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ricciardo er hrifinn af hugmyndinni um breiðari dekk.
Ricciardo er hrifinn af hugmyndinni um breiðari dekk. Vísir/Getty
Daniel Ricciardo telur að breiðari afturdekk muni gera sýnilegri muninn milli góðra ökumanna og þeirra bestu.

Skipulagshópur Formúlu 1 hefur samþykkt að breiðari afturdekk verði eitt af skrefunum sem taka á til að gera Formúlu 1 bíla talsvert hraðskreiðari. Dekkin eiga að vera sex sentimetrum breiðari en núverandi afturdekk.

Ricciardo lýst vel á breytinguna sem hann telur skref í rétta átt. Aukið grip leiðir til þess að það verður erfiðara að aka bílunum bæði vegna þess að hraðinn eykst og einbeitingin verður að vera mun meiri, að mati Ricciardo.

„Veggrip, það er lykillinn. Þetta er besta leiðin því þú getur ennþá verið nógu nærri í háhraða beygjum til að geta tekið fram úr,“ sagði Ricciardo.

„Einbeitingin þarf að vera miklu meiri, það verður því meira bil á milli góðra ökumanna og þeirra bestu,“ bætti Ricciardo við.

Ricciardo varar þó við að of margar breytingar á Formúlu 1 í einu geti skemmt kappaksturinn sem er nokkuð góður í augnablikinu að hans mati.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Mercedes með martraðir

Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti.

Eldsneytisáfylling snýr aftur í Formúlu 1

Uppkast af stefnubreytingu hefur verið samþykkt af skipulagshópi Formúlu 1 liða á fundi í gær. Meðal breytinga er að eldsneytisáfyllingar snúa aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×