Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2015 12:00 Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira
Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira