Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2015 12:00 Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira