Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 22:18 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015 Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00