Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 12:24 Rúrik í vináttulandsleik gegn Belgíu í fyrra. vísir/getty „Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Anthony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira
„Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Anthony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50