Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2015 12:45 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings. Mynd/Stöð 2. Ákvörðun um kísilver á Bakka er gríðarleg innspýting fyrir norðausturhluta landsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. Iðnaðaruppbygging muni treysta stoðir samfélagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilkynnt var í gær um ákvörðun PCC um að reisa 40 milljarða króna kísilver við Húsavík en áður hafði Landsvirkjun gert samninga um að reisa Þeistareykjavirkjun og Landsnet um að flytja raforkuna. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir norðausturhorn landsins og vonast til að Húsavík og nágrenni verði eitt af vaxtarsvæðum landsins. „Hér er náttúrlega að koma gríðarleg innspýting með þessari fjárfestingu og því sem er að gerast uppi á Þeistareykjum. Það bara gefur augaleið að það verður auðveldara að nýta tækifærin sem í því felast að byggja upp þessa innviði sem nú fara að spretta upp,“ segir Kristján Þór bæjarstjóri.Fulltrúar PCC, verktaka og verkfræðistofa skoðuðu iðnaðarlóðina á Bakka í desember ásamt fulltrúum Norðurþings.640.is/Hafþór HreiðarssonHann segir að töluvert verði umleikis næstu tvö árin við uppbygginguna og um 400 manns í vinnu næsta sumar, auk þeirra sem verða á Þeistareykjum. Ráðgert er að kísilverið hefji rekstur síðla árs 2017 og skapast þá 120 framtíðarstörf auk afleiddra starfa. Bæjarstjórinn minnir þó á að 66 störf hafi tapast á Húsavík þegar fiskvinnslu Vísis var lokað. „Við höfum ekki farið varhluta af rýrnum tekna vegna sjávarútvegs hérna í þessu sveitarfélagi. Þannig að það er auðvitað gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur að vera að treysta stoðirnar í atvinnulífinu með þessum hætti, að fá hérna inn iðnaðaruppbyggingu til þess að hjálpa okkur við að byggja upp enn betra samfélag,“ segir bæjarstjórinn. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ákvörðun um kísilver á Bakka er gríðarleg innspýting fyrir norðausturhluta landsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. Iðnaðaruppbygging muni treysta stoðir samfélagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilkynnt var í gær um ákvörðun PCC um að reisa 40 milljarða króna kísilver við Húsavík en áður hafði Landsvirkjun gert samninga um að reisa Þeistareykjavirkjun og Landsnet um að flytja raforkuna. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir norðausturhorn landsins og vonast til að Húsavík og nágrenni verði eitt af vaxtarsvæðum landsins. „Hér er náttúrlega að koma gríðarleg innspýting með þessari fjárfestingu og því sem er að gerast uppi á Þeistareykjum. Það bara gefur augaleið að það verður auðveldara að nýta tækifærin sem í því felast að byggja upp þessa innviði sem nú fara að spretta upp,“ segir Kristján Þór bæjarstjóri.Fulltrúar PCC, verktaka og verkfræðistofa skoðuðu iðnaðarlóðina á Bakka í desember ásamt fulltrúum Norðurþings.640.is/Hafþór HreiðarssonHann segir að töluvert verði umleikis næstu tvö árin við uppbygginguna og um 400 manns í vinnu næsta sumar, auk þeirra sem verða á Þeistareykjum. Ráðgert er að kísilverið hefji rekstur síðla árs 2017 og skapast þá 120 framtíðarstörf auk afleiddra starfa. Bæjarstjórinn minnir þó á að 66 störf hafi tapast á Húsavík þegar fiskvinnslu Vísis var lokað. „Við höfum ekki farið varhluta af rýrnum tekna vegna sjávarútvegs hérna í þessu sveitarfélagi. Þannig að það er auðvitað gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur að vera að treysta stoðirnar í atvinnulífinu með þessum hætti, að fá hérna inn iðnaðaruppbyggingu til þess að hjálpa okkur við að byggja upp enn betra samfélag,“ segir bæjarstjórinn.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18