Keflavíkurflugvöllur tekur breytingum: Nýtt verslunarrými opnar formlega á föstudag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 11:15 Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum mynd/keflavíkurflugvöllur Vinnu við nýtt og endurbætt verslunarrými í Keflavíkurflugvelli lýkur formlega á föstudag. Unnið hefur verið að því að stækka svæðið og fjölga veitingastöðum og verslunum frá lokum síðasta árs. Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. Veitingarekstur er nú höndum Joe and the Juice, samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardére Services, sem munu halda áfram rekstri veitingastaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.Gert er ráð fyrir að farþegar verði fjórar og hálf milljón í ár, en tuttugu flugfélög koma til með að fljúga um völlinn í sumar.Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætist tískufataverslun rekin af Airport Retail Group og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardére Services. Farþegafjöldi níutíufaldast Flugstöðin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Það stafar af auknum farþegafjölda, sem hefur níutíufaldast frá árinu 1958 þegar farþegar voru um 44 þúsund talsins. Árið 2014 voru farþegar rétt tæpar fjórar milljónir en gert er ráð fyrir að þeir verði fjórar og hálf milljón í ár, en alls munu tuttugu flugfélög fljúga um völlinn í sumar. Í ljósi þessarar miklu farþegaaukningar telja rekstraraðilar þörf á enn frekari breytingum.Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans.Tvöfalt stærri flugstöð Nú þegar eru hafnar stækkunarframkvæmdir bæði á komusal og suðurhluta flugstöðvarinnar, samtals um sex þúsund fermetrar. Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans. Þá gerir áætlunin meðal annars ráð fyrir að á þessum 25 árum muni stærð flugstöðvarinnar tvöfaldast og ný norður-suður flugbraut lögð vestan við flugvöllinn. Skipulag þróunarætlunarinnar er unnið í samstarfi við hagsmunaaðila sem beðnir eru um að koma með innlegg í þá vinnu sem framundan er við mótun endanlegrar tillögu að þróunarætlun sem kynnt verður í september.Joe and the juice mun sjá um veitingarekstur. Eftir miklar framkvæmdir hafa matsölustaðirnir Nord Mathús, Joe & the Juice, Segafredo og Loksins bar opnað dyr sínar á...Posted by Keflavik International Airport on 16. maí 2015 Ný tískufataverslun var opnuð í flugstöðinni í maí. Það var mikið um dýrðir þegar splunkuný og glæsileg tískuvöruverslun opnaði í flugstöðinni á dögunum. Innréttingar...Posted by Keflavik International Airport on 22. maí 2015 Segafredo kaffihús hefur einnig verið opnað. Kaffihús Segafredo opnaði nýlega í flugstöðinni en þar má meðal annars gæða sér á gómsætum ís, framleiddum á Íslandi úr ...Posted by Keflavik International Airport on 27. apríl 2015 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Vinnu við nýtt og endurbætt verslunarrými í Keflavíkurflugvelli lýkur formlega á föstudag. Unnið hefur verið að því að stækka svæðið og fjölga veitingastöðum og verslunum frá lokum síðasta árs. Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. Veitingarekstur er nú höndum Joe and the Juice, samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardére Services, sem munu halda áfram rekstri veitingastaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.Gert er ráð fyrir að farþegar verði fjórar og hálf milljón í ár, en tuttugu flugfélög koma til með að fljúga um völlinn í sumar.Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætist tískufataverslun rekin af Airport Retail Group og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardére Services. Farþegafjöldi níutíufaldast Flugstöðin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Það stafar af auknum farþegafjölda, sem hefur níutíufaldast frá árinu 1958 þegar farþegar voru um 44 þúsund talsins. Árið 2014 voru farþegar rétt tæpar fjórar milljónir en gert er ráð fyrir að þeir verði fjórar og hálf milljón í ár, en alls munu tuttugu flugfélög fljúga um völlinn í sumar. Í ljósi þessarar miklu farþegaaukningar telja rekstraraðilar þörf á enn frekari breytingum.Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans.Tvöfalt stærri flugstöð Nú þegar eru hafnar stækkunarframkvæmdir bæði á komusal og suðurhluta flugstöðvarinnar, samtals um sex þúsund fermetrar. Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans. Þá gerir áætlunin meðal annars ráð fyrir að á þessum 25 árum muni stærð flugstöðvarinnar tvöfaldast og ný norður-suður flugbraut lögð vestan við flugvöllinn. Skipulag þróunarætlunarinnar er unnið í samstarfi við hagsmunaaðila sem beðnir eru um að koma með innlegg í þá vinnu sem framundan er við mótun endanlegrar tillögu að þróunarætlun sem kynnt verður í september.Joe and the juice mun sjá um veitingarekstur. Eftir miklar framkvæmdir hafa matsölustaðirnir Nord Mathús, Joe & the Juice, Segafredo og Loksins bar opnað dyr sínar á...Posted by Keflavik International Airport on 16. maí 2015 Ný tískufataverslun var opnuð í flugstöðinni í maí. Það var mikið um dýrðir þegar splunkuný og glæsileg tískuvöruverslun opnaði í flugstöðinni á dögunum. Innréttingar...Posted by Keflavik International Airport on 22. maí 2015 Segafredo kaffihús hefur einnig verið opnað. Kaffihús Segafredo opnaði nýlega í flugstöðinni en þar má meðal annars gæða sér á gómsætum ís, framleiddum á Íslandi úr ...Posted by Keflavik International Airport on 27. apríl 2015
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira