Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júní 2015 10:53 Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. Vísir/Vilhelm Sala á Íslandsbanka gæti átt sér stað í næstu viku en í viljayfirlýsingu sem stærstu kröfuhafar Glitnis hafa undirritað og sent stjórnvöldum kemur fram að bankinn verði seldur fyrir árslok 2016. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að erlendir fjárfestar í Íslandsbanka verði kynntir til leiks í næstu viku.Sjá einnig: Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Íslandsbanki er að stærstum hluta í eigu slitabús Glitnis en ríkið á fimm prósenta hlut. Í samkomulaginu sem kröfuhafarnir hafa sent stjórnvöldum í tengslum við áætlun stjórnvalda um afnám fjármagnshafta sem kynnt var almenningi í gær kemur fram hvernig sölutekjum verði skipt á milli kröfuhafanna og stjórnvalda. Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60 prósent söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60 prósent af bókfærðu virði bankans miðað við skráð evru 5. júní 2015.Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa lýst yfir vilja til að fara eftir skilyrðum Kjarninn segir að samkvæmt síðasta birta fjárhagsuppgjöri Glitnis sé heildarvirði bankans metið á um 180 milljarða króna. Miðað við það fær íslenska ríkið 108 milljarða króna í erlendum gjaldeyri, verði bankinn seldur fyrir bókfært virði. Til viðbótar er kveðið á um í samkomulaginu, sem þó hefur ekki verið staðfest af slitabúunum sjálfum, að allt eigið fé Íslandsbanka umfram 23 prósent skuli renna til íslenskra stjórnvalda. Það myndi skila um 8,7 milljörðum króna til viðbótar í ríkiskassann. Gjaldeyrishöft Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sala á Íslandsbanka gæti átt sér stað í næstu viku en í viljayfirlýsingu sem stærstu kröfuhafar Glitnis hafa undirritað og sent stjórnvöldum kemur fram að bankinn verði seldur fyrir árslok 2016. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að erlendir fjárfestar í Íslandsbanka verði kynntir til leiks í næstu viku.Sjá einnig: Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Íslandsbanki er að stærstum hluta í eigu slitabús Glitnis en ríkið á fimm prósenta hlut. Í samkomulaginu sem kröfuhafarnir hafa sent stjórnvöldum í tengslum við áætlun stjórnvalda um afnám fjármagnshafta sem kynnt var almenningi í gær kemur fram hvernig sölutekjum verði skipt á milli kröfuhafanna og stjórnvalda. Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60 prósent söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60 prósent af bókfærðu virði bankans miðað við skráð evru 5. júní 2015.Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa lýst yfir vilja til að fara eftir skilyrðum Kjarninn segir að samkvæmt síðasta birta fjárhagsuppgjöri Glitnis sé heildarvirði bankans metið á um 180 milljarða króna. Miðað við það fær íslenska ríkið 108 milljarða króna í erlendum gjaldeyri, verði bankinn seldur fyrir bókfært virði. Til viðbótar er kveðið á um í samkomulaginu, sem þó hefur ekki verið staðfest af slitabúunum sjálfum, að allt eigið fé Íslandsbanka umfram 23 prósent skuli renna til íslenskra stjórnvalda. Það myndi skila um 8,7 milljörðum króna til viðbótar í ríkiskassann.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira