„Það er ekki hægt að lýsa því hversu gott það var á fá almennilegan dómara sem hafði tök á leiknum og var með einhverja línu.
„Það munar öllu að fá góða dómara eins og sást í fyrra markinu sem við skoruðum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, um frammistöðu Garðars Arnar Hinrikssonar í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn.
Línuvörðurinn flaggaði rangstöðu á Önnu Björk Kristjánsdóttur þegar hún skoraði fyrra mark Stjörnunnar en Garðar dæmdi markið gott og gilt enda fór boltinn af varnarmanni Blika og þaðan til Önnu.
„Níutíu og fimm prósent af dómurum sem eru settir á leik hjá okkur hefðu eflaust dæmt rangstöðu og ekkert pælt í þessu.
„Garðar var frábær í þessum leik. Við höfum oft fengið hátt setta dómara sem nenna ekki að dæma þessa leiki. Garðar gerði það og sýndi okkur og leiknum virðingu,“ sagði Ásgerður að endingu.
Ásgerður: Munar öllu að fá dómara sem hefur tök á leiknum

Tengdar fréttir

Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta
Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag.

Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit
Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik.

Stórleikur sumarins í Kópavoginum í kvöld
Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast.