Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2015 13:27 Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Vísir/GVA Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Vaxtagreiðslur vegna lána ríkissjóðs gætu lækkað um tugi milljarða króna á ári verði mögulegar tekjur af stöðugleikaskatti og stöðugleikagreiðslum slitabúum föllnu bankanna notaðar til að greiða niður skuldir.Skuldum 1.450 milljarða Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti verði um 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar sem slitabúin geti nýtt sér uppfylli þau ákveðin skilyrði. Mest gæti ríkið fengið um 850 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti frá Lánamálum ríkisins námu heildarskuldir ríkisins 1.477.438 milljónum króna. Í kynningu verkefnahóps um afnám hafta kom fram að fyrsta lánið sem greiða eigi niður sé 145 milljarða króna lán til Seðlabanka Íslands. Síðan verði fjármunirnir nýttir í að greiða niður önnur lán. Eftir standa þá ógreiddar skuldir upp á tæplega 800 milljarða króna, sem er um tvisvar til þrisvar sinnum meira en skuldirnar voru fyrir hrun. Slík lækkun hefði veruleg áhrif á vaxtagreiðslur ríkisins á hverju ári en gert var ráð fyrir 82 milljarða vaxtakostnaði í fjárlögum ársins, sem er meira en öll framlög til málaflokka sem heyra undir innanríkisráðuneytið samanlagt.Eyrnamerkt í skuldaniðurgreiðslu Þær tekjur sem koma munu í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á RÚV að loknum blaðamannafundi um losun haftanna í dag. Bjarni sagði að það væri bundið í frumvarp um stöðugleikaskattinn að tekjurnar færu ekki í annað en að greiða niður skuldir. Gæta þyrfti nefnilega að því að þær miklu fjárhæðir sem um ræðir færu ekki út í hagkerfið með tilheyrandi þenslu og verðbólgu. Fjármálaráðherra sagði afleiðinguna af því að greiða niður skuldir ríkissjóðs meðal annars þá að vaxtabyrði ríkisins muni lækka um tugi milljarða á ári. Þar af leiðandi myndist svigrúm til þess að styrkja innviði samfélagsins.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Gangi það ekki eftir verður stöðugleikaskatturinn lagður á slitabúin. 8. júní 2015 13:00
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23