Innlent

Sævar Óli mun ekki lengur gegna stöðu nefndarmanns fyrir Pírata

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sævar Óli verður ekki endurkjörinn.
Sævar Óli verður ekki endurkjörinn. Vísir/Samsett mynd
Sævar Óli Helgason, nefndarmaður Pírata í Reykjavík, mun ekki verða endurkjörinn. Þetta segir Halldór Auðar Svansson. Sævar sætir ákæru fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí í fyrra. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi.

„Sævar Óli Helgason gegnir þeirri trúnaðarstöðu fyrir Pírata í Reykjavík að vera varamaður í stjórn Faxaflóahafna,“ segir Halldór Auðar í tilkynningu á Facebook síðu sinni. „Slíkar stöður eru þess eðlis að um þær þarf að ríkja traust.“

Sjá einnig: Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar

Halldór Auðar segir það mat sitt að málið kalli á að rétt og eðlilegt sé að önnur manneskja komi í hans stað í þessa stöðu. Hann ber endanlega ábyrgð á trúnaðarstöðum Pírata innan Reykjavíkurborgar en hann er oddviti flokksins í borginni. „Stjórnarmenn fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Faxaflóahöfnum eru næst kosnir á fundi borgarstjórnar þann 16. þessa mánaðar og mun Sævar Óli ekki vera endurkjörinn. Að eiga sér fortíð og að hafa tekið út refsingar er eitt en kærumál í nútíð er annað.“

Málið gegn Sævari Óla var þingfest 29. maí síðastliðinn en Sævar Óli viðurkennir hótanir sínar í garð lögreglumannsins og móður hans í opnu bréfi. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan en í því biður hann móður lögreglumannsins afsökunar. Hann fullyrðir þó að lögreglumaðurinn hafi haft í hótunum við sig og það sé ástæða þess að hann skyldi bregðast ókvæða við. „Blöskraði mér þessi ógnandi framkoma sonar þíns í minn garð og fékk bara einfaldlega nóg... Því að svona hegðun er ekkert annað en ofbeldi...!“

Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...

Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×