Skipun sáttanefndar til þess fallin að tefja lausn kjaradeilunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Skipun sérstakrar sáttanefndar til að leysa kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið er ótímabær og til þess fallin að tefja deiluna. Þetta segir formaður BHM. Hún trúir því ekki að ríkisstjórnin muni treysta sér til að samþykkja lög á verkfallið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í dag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur nefnd sem þessi ekki verið skipuð í áratugi en heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í 5. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938, en þar segir: „Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.“ Hér kemur þó ekkert fram um hlutverk þessarar nefndar eða hvernig hún skuli starfa. Þó staðfesti ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu í dag að nefndin muni hafa nákvæmlega sömu heimildir og úrræði og ríkissáttasemjari hefur alla jafna. Það er því ekki svo að hér sé verið að leysa deiluna með einhverjum hætti, heldur einfaldlega verið að skipta ríkissáttasemjara út fyrir sáttanefnd.Er tímabært að þínu mati, svona miðað við gang viðræðna, að skipa nefnd sem þessa? „Nei það er það ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum semja, okkur er ekkert að vanbúnaði. Og svo þegar litið er til þess að svona sáttanefnd myndi hafa nákvæmlega sömu heimildir og Ríkissáttasemjari hefur þá sé ég ekki hverju þetta myndi bæta við, nema bara að tefja málið í einhverja daga eða jafnvel lengur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segist ekki sjá hvað slík sáttanefnd gæti gert til að leysa deiluna. Meðferð Ríkissáttasemjara á deilunni væri ekki vandamálið. „Nei þetta er ekki vandamálið í deilunni. Og mér finnst svolítið verið að taka fókusinn af því sem að máli skiptir, að semja við okkur um kaup og kjör eins og við eigum rétt á.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lagasetning á verkfall BHM sé í bígerð og að lög verði sett eftir helgi, jafnvel strax á mánudag, hafi ekki samist. „Nei ég hef ekki áhyggjur af því. Ég á bara eftir að sjá það að ríkisstjórn Íslands treysti sér til að setja lög á BHM og jafnvel hjúkrunarfræðinga líka,“ segir Þórunn.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira