Formúla 1

Hamilton á ráspól í Kanada

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton hraðastur í dag.
Hamilton hraðastur í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji.

Mikil umferð var í fyrstu lotunni enda höfðu æfingarnar verið stuttar vegna rigningar eða atgangs. Liðin vildu fá upplýsingarnar sem vantaði frá æfingunum.

Jenson Button á McLaren tók ekki þátt í tímatökunni, bíll hans bilaði á síðustu æfingunni. McLaren liðinu tókst ekki að gera við hann í tæka tíð.

Sebastian Vettel á Ferrari lenti í vandræðum með vélarafal bílsins. Hann komst þó út undir lok fyrstu lotu en tókst ekki að tryggja sig áfram.

Felipe Massa á Williams lenti í vélabilun og komst ekki áfram. Manor ökumennirnir Will Stevens og Roberto Merhi duttu út í fyrstu lotu ásamt Vettel og Massa.

Grosjean og Bottas börðust á brautinni í dag.Vísir/getty
Í annarri lotu voru einungis 12 þúsundustu úr sekúndu á milli Mercedes manna, Hamilton var ögn fljótari. Hamilton var rúmlega hálfri sekúndu á undan Romain Grosjean á Lotus. Grosjean hafði verið fljótastur í fyrstu lotu.

Þriðja lotan var mjög spennandi, baráttan var jöfn fyrir aftan Mercedes. Valtteri Bottas tókst að skjóta sér upp fyrir Lotus í sinni síðustu tilraun.

Keppnin verður spennandi á morgun, Vettel og Massa eru ekki í eðlilegri stöðu á ráslínu og þurfa að vinna sig hratt upp án þess að lenda í vandræðum til að lágmarka skaðan.

Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17:30 á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum tímum og úrslitum helgarinnar.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Mercedes með martraðir

Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti.

Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada

Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó.

Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta

Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta.

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×