Karlalandsliðið í blaki fékk silfur | Vann sinn fyrsta mótsleik í þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2015 23:42 Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn. mynd/ólöf sigurðar Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna. Aðrar íþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira