Innlent

Sáttanefnd verður skipuð vegna kjaradeilna ríkisins

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekki sér enn fyrir lausn í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga.
Ekki sér enn fyrir lausn í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga. Vísir/Pjetur
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa sérstaka sáttanefnd sem á að vinna að lausn kjaradeilna BHM og Félags hjúkrunarfræðinga. Slíka nefnd má samkvæmt lögum skipa ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar.

Fréttastofa RÚV greindi frá þessu í kvöld. Þar var haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra að skipan nefndarinnar sé háð samþykki deiluaðila. Hann segir að utanaðkomandi aðilar muni skipa nefndina.


Tengdar fréttir

Lög á verkföll ekki enn rædd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkfall BHM. Ríkisstjórn fundaði í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×