„Hvað getum við framsóknarmenn gert þó við vöknum fyrr en aðrir?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:25 Páll Jóhann Pálsson vísir/pjetur Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“ Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“
Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23