Innlent

50.000 hafa skrifað undir Þjóðareign

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúmlega 50 þúsund manns hafa nú skrifað undirskriftarlistann Þjóðareign. Það er áskorun á forseta Íslands um að vísa öllum lögum þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sagnafræðingurinn Stefán Pálsson birti meðfylgjandi lista á Facebooksíðu sinni í síðasta mánuði þar sem hann hafði raðað undirskriftarlistum í topp tíu lista yfir fjölda undirskrifta. Yfirlýsing Indefence um að Íslendingar væru ekki hryðjuverkamenn er ekki tekin með í þessum lista.

1. Reykjavíkurflugvöllur (2013) 69.637

2. Icesave II ( 2010) 56.089

3. Varið land (1974) 55.522

4. Áframhaldandi ESB-viðræður (2014) 53.555

5. Sala HS-veitna (2011) rúm 47.000

6. Gegn vegatollum (2011) rúm 41.000

7. Almenn skuldaleiðrétting (2011) 37.743

8. Icesave III (2011) rúm 37.000

9. Breytt veiðigjald (2013) 34.882

10. Makríll (2015) 34.778

Það er því ljóst að Þjóðareign undirskriftarlistinn er kominn í fimmta sæti með rúmar 50 þúsund undirskriftir.

Tæplega 32 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til forsetans um að vísa fjölmiðlalögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2004. Þá neitaði hann að staðfesta lögin og vísaði þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.

Samsvarar tuttugu prósentum kjósenda

Í tilkynningur frá aðstandendum söfnunarinnar segir að þessi fjöldi samsvari um 20 prósent kjósenda á kjörskrá. Til samanburðar hafi stjórnarráðið lagt til að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar segir að söfnuninni verði haldið áfram þar til þessu löggjafarþingi ljúki ef þurfa þykir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×