Hlín búin að leggja fram kæru vegna nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 11:43 Hlín Einarsdóttir hefur ekkert tjáð sig um fjárkúgunarmálin tvö. Vísir/Valli Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03