Innlent

Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Þingfundur hófst klukkan 11.00 og var fyrsti dagskrárliður störf þingsins. Þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon hefur tekið undir tillögu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um kvennaþing. Útfærsla Steingríms er eilítið öðruvísi en hugmynd Ragnheiðar.

Steingrímur sagði meðal annars að það sé ekki ný hugsun að málum heimsin væri betur farið ef konur réðu meiru um hlutina. Hann minntist ráðstefnu þar sem hann lagði fram hugmynd um að konur stýrðu heiminum í fimmtíu ár og athugað væri hvort heimurinn væri ekki betur staddur í kjölfarið.

„Ég tek hugmynd Ragnheiðar ekki sem gríni og ég er með uppástungu hvernig við getum byrjað,“ segir Steingrímur. „Ég legg til að við karlar á þingi víkjum sæti og varamenn okkar taki okkar sæti. Þá karlkyns varamenn okkar geri slíkt hið sama þannig að á hátíðarfundi Alþingis 19. júní næstkomandi skipi eingöngu konur þingsalinn. Slíkt myndi vekja athygli langt út fyrir landssteinana.“

Upphafleg tillaga Ragnheiðar hljóðaði upp á að árið 2017-2019 sætu eingöngu konur á þingi.

Lítur þingið svona út þann 19. júní næstkomandi?

Tengdar fréttir

Hvernig liti kvennaþingið út?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir kynnti á dögunum hugmynd um aðeins konur á Alþingi. Hér má sjá hvernig þessi róttæka hugmynd myndi breyta þinginu nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×