Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 10:23 Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sendi Skemmunni, rafrænu gagnasafni íslensku háskólanna, bréf þann 28. maí síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að BS-ritgerð nýútskrifaðs nema við deildina yrði lokuð almenningi. Ritgerðin hafði verið opin öllum frá því í febrúar þegar nemandinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands.Í Fréttablaðinu í morgun var fjallað um að málið. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá. Friðrik kannast hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.Ekki algeng beiðni Áslaug Agnarsdóttir, umsjónarmaður Skemmunnar, staðfestir í samtali við Vísi að bréf hafi borist frá viðskiptafræðideildinni þann 28. maí. Um leið hafi aðgangi að ritgerðinni verið lokað. Á vef Skemmunnar kemur fram að hún verði lokuð út þetta ár. Umræddur nemandi útskrifaðist frá deildinni í febrúar og var ritgerðin um leið opin almenningi á Skemmunni. Við ritgerðarskil geta nemendur valið hvort ritgerðin verði aðgengileg á útskriftardaginn, valið aðra dagsetningu eða þá kosið að hafa hana lokaða. Ritgerðir eru alltaf læstar fram yfir útskriftardag. Aðspurð hvort algengt sé að óskað sé eftir því að ritgerðir, sem áður stóðu opnar, verði læstar segir Áslaug: „Nei, það er ekki algengt. Það kemur fyrir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Nemandinn vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent og leiðbeinandi í verkefninu sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og skólinn tæki málið mjög alvarlega. Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sendi Skemmunni, rafrænu gagnasafni íslensku háskólanna, bréf þann 28. maí síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að BS-ritgerð nýútskrifaðs nema við deildina yrði lokuð almenningi. Ritgerðin hafði verið opin öllum frá því í febrúar þegar nemandinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands.Í Fréttablaðinu í morgun var fjallað um að málið. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal annars frá Friðriki Pálssyni hótelstjóra á Hótel Rangá. Friðrik kannast hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. „Ég gerði Háskóla Íslands viðvart um þetta þegar ég varð þessa vís,“ segir Friðrik sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.Ekki algeng beiðni Áslaug Agnarsdóttir, umsjónarmaður Skemmunnar, staðfestir í samtali við Vísi að bréf hafi borist frá viðskiptafræðideildinni þann 28. maí. Um leið hafi aðgangi að ritgerðinni verið lokað. Á vef Skemmunnar kemur fram að hún verði lokuð út þetta ár. Umræddur nemandi útskrifaðist frá deildinni í febrúar og var ritgerðin um leið opin almenningi á Skemmunni. Við ritgerðarskil geta nemendur valið hvort ritgerðin verði aðgengileg á útskriftardaginn, valið aðra dagsetningu eða þá kosið að hafa hana lokaða. Ritgerðir eru alltaf læstar fram yfir útskriftardag. Aðspurð hvort algengt sé að óskað sé eftir því að ritgerðir, sem áður stóðu opnar, verði læstar segir Áslaug: „Nei, það er ekki algengt. Það kemur fyrir og geta verið ýmsar ástæður fyrir því.“ Nemandinn vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent og leiðbeinandi í verkefninu sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og skólinn tæki málið mjög alvarlega.
Tengdar fréttir Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00