Gullregn í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 06:30 Þórdís Eva kemur í mark. vísir/pjetur Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti