Sport

Hrafnhildur með 16. besta tíma ársins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir er í svakalegu formi á Smáþjóðaleikunum.
Hrafnhildur Lúthersdóttir er í svakalegu formi á Smáþjóðaleikunum. vísir/valli
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann sigur í 200 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum í gærkvöldi og náði um leið Ólympíulágmarki í greininni.

Hún synti á 2:25,39 mínútu sem er jafnframt nýtt Íslandsmet, en Hrafnhildur bætti gamla metið um eina og hálfa sekúndu og um leiði bætti hún eigið mótsmet.

Tíminn sem Hrafnhildur náði í gæt skýtur henni upp heimslistann, en hann er sá 16. besti í 200 metra bringusundi kvenna á árinu.

Hrafnhildur komst upp fyrir Reaona Aoki frá Japan sem var með 16. besta tímann upp á 2:25,43 mínútur.

Hrafnhildur virðist í flottu formi sem eru góð tíðindi þar sem hún á fyrir höndum HM í 50 metra laug síðar á árinu.

Hún náði einnig Ólympíulágmarki í 200 metra fjórsundi í fyrradag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×