Forsætisráðherra upplýsi nánar um innihald hótunarbréfs Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2015 21:15 Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira