Renault ætlar að hætta sem vélaframleiðandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júní 2015 06:00 Cyril Abiteboul og Christian Horner ræða málin, ætli Reanult haldi áfram í F1? Vísir/Getty Renault hefur útilokað að halda áfram sem eingöngu vélaframleiðandi. Hár kostnaður og lítið auglýsingagildi eru nefndar sem helstu ástæður. Franski vélaframleiðandinn hefur íhugað fjóra möguleika er varða framtíð Renault í Formúlu 1. Þessir möguleikar eru að hætta alveg, halda áfram sem vélaframleiðandi, auka gildi sitt innan Red Bull eða Toro Rosso eða snúa aftur sem eigið lið. Niðurstaða fundar á milli yfirmanns Formúlu 1 deildar Renault, Cyril Abiteboul, stjórnarmanns Renault, Carlos Ghosn og Bernie Ecclestone virðist vera sú að Renault ætli ekki að halda áfram að vera einungis vélaframleiðandi. Abiteboul sagði í viðtali við Motorsport, að auglýsingagildið fyrir Renault væri ekki nægjanlegt fyrir þann kostnað sem það hefur í för með sér að framleiða vélar fyrir Formúlu 1. Abiteboul nefndi einnig að kostnaðurinn við nýju V6 vélarnar hefði verið hærri en reiknað hefði verið með. „Það eina sem ég get sagt er að það er okkar skoðun að það hafi fáa kosti að vera vélaframleiðandi eftir að skipt var yfir í nýju vélareglurnar,“ sagði Abiteboul. „Það er búið að setja markið svo hátt að kostnaðurinn sem við þurfum að stofna til er of hár miðað við það auglýsingagildi sem við fáum til baka,“ bætti hann við. Það eru því einungis þrír kostir eftir. Telja verður að ólíklegt sé að Renault hafi áhuga á að hætta alveg þáttöku í Formúlu 1. Aukin þátttaka innan Red Bull eða Toro Rosso er líkleg. Einnig gæti verið að Renault vilji taka alfarið yfir lið eins og Toro Rosso eða Force India, slíkt væri þó mjög dýrt. Formúla Tengdar fréttir Marko: Undirvagninn hluti af vandanum Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull viðurkennir undirvanginn á RB11 eigi jafn mikinn þátt í slökum árangri liðsins og vélin frá Renault. 3. apríl 2015 18:15 Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00 Bílskúrinn: Barátta í Barein Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. 22. apríl 2015 14:30 Hægt að ná Mercedes án reglubreytinga Vélaframleiðandinn Renault er sannfærður um að hann geti náð Mercedes án einhverskonar jafnræðisreglu. 9. apríl 2015 06:30 Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. 1. júní 2015 22:30 Renault: Red Bull lýgur Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. 25. mars 2015 20:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Renault hefur útilokað að halda áfram sem eingöngu vélaframleiðandi. Hár kostnaður og lítið auglýsingagildi eru nefndar sem helstu ástæður. Franski vélaframleiðandinn hefur íhugað fjóra möguleika er varða framtíð Renault í Formúlu 1. Þessir möguleikar eru að hætta alveg, halda áfram sem vélaframleiðandi, auka gildi sitt innan Red Bull eða Toro Rosso eða snúa aftur sem eigið lið. Niðurstaða fundar á milli yfirmanns Formúlu 1 deildar Renault, Cyril Abiteboul, stjórnarmanns Renault, Carlos Ghosn og Bernie Ecclestone virðist vera sú að Renault ætli ekki að halda áfram að vera einungis vélaframleiðandi. Abiteboul sagði í viðtali við Motorsport, að auglýsingagildið fyrir Renault væri ekki nægjanlegt fyrir þann kostnað sem það hefur í för með sér að framleiða vélar fyrir Formúlu 1. Abiteboul nefndi einnig að kostnaðurinn við nýju V6 vélarnar hefði verið hærri en reiknað hefði verið með. „Það eina sem ég get sagt er að það er okkar skoðun að það hafi fáa kosti að vera vélaframleiðandi eftir að skipt var yfir í nýju vélareglurnar,“ sagði Abiteboul. „Það er búið að setja markið svo hátt að kostnaðurinn sem við þurfum að stofna til er of hár miðað við það auglýsingagildi sem við fáum til baka,“ bætti hann við. Það eru því einungis þrír kostir eftir. Telja verður að ólíklegt sé að Renault hafi áhuga á að hætta alveg þáttöku í Formúlu 1. Aukin þátttaka innan Red Bull eða Toro Rosso er líkleg. Einnig gæti verið að Renault vilji taka alfarið yfir lið eins og Toro Rosso eða Force India, slíkt væri þó mjög dýrt.
Formúla Tengdar fréttir Marko: Undirvagninn hluti af vandanum Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull viðurkennir undirvanginn á RB11 eigi jafn mikinn þátt í slökum árangri liðsins og vélin frá Renault. 3. apríl 2015 18:15 Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00 Bílskúrinn: Barátta í Barein Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. 22. apríl 2015 14:30 Hægt að ná Mercedes án reglubreytinga Vélaframleiðandinn Renault er sannfærður um að hann geti náð Mercedes án einhverskonar jafnræðisreglu. 9. apríl 2015 06:30 Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. 1. júní 2015 22:30 Renault: Red Bull lýgur Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. 25. mars 2015 20:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Marko: Undirvagninn hluti af vandanum Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull viðurkennir undirvanginn á RB11 eigi jafn mikinn þátt í slökum árangri liðsins og vélin frá Renault. 3. apríl 2015 18:15
Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00
Bílskúrinn: Barátta í Barein Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. 22. apríl 2015 14:30
Hægt að ná Mercedes án reglubreytinga Vélaframleiðandinn Renault er sannfærður um að hann geti náð Mercedes án einhverskonar jafnræðisreglu. 9. apríl 2015 06:30
Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta. 1. júní 2015 22:30
Renault: Red Bull lýgur Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. 25. mars 2015 20:15