Enski boltinn

Mun Lloris leysa De Gea af hólmi?

Lloris í landsleik með Frökkum.
Lloris í landsleik með Frökkum. vísir/getty
Það bendir margt til þess að David de Gea yfirgefi Man. Utd í sumar og þá er spurning hver tekur við af honum í markinu.

Nafn Hugo Lloris, markvarðar Tottenham, hefur verið þó nokkuð í umræðunni og nýleg ummæli hans hafa kynt enn frekar undir þeim sögusögnum að hann fari til Man. Utd.

„Hver veit hvað mun gerast? Það er þó eitt á hreinu að ég þarf að hugsa um sjálfan mig. Spyrja sjálfan mig ákveðinna spurninga og taka svo ákvörðun," sagði Lloris dulur.

Þessi ummæli koma á hæla ummæla stjóra Spurs, Mauricio Pochettino, sem sagði að Lloris væri hæstánægður í herbúðum Spurs.

Ef hann fer þá verður það ekki frítt þar sem markvörðurinn er samningsbundinn Spurs til 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×