Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2015 15:45 Konungur næturinn sendi Jon Snow skýr skilaboð. Konung næturinnar brá fyrir í síðustu þáttaröð Game of Thrones þegar hann beitti síðasta son Craster göldrum og breytti honum í svokallaðan White Walker. Þeir hafa komið við sögu í hverri einustu þáttaröð en áhorfendur sem og lesendur bókanna sem þættirnir eru byggðir á, vita nánast ekkert um þá. Í síðasta þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 og víða um heim á sunnudagskvöldið og í gær, sáust konungurinn og hermenn hans vel. Þátturinn hefur vakið gífurleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og hefur hann verið sagður besti þáttur GOT hingað til. Fjölmargir hafa lýst því hvernig þeir stóðu á öndinni yfir honum. Margir áhorfendur könnuðust við svipinn á konungi næturinnar en áttuðu sig ekki á því hver leikarinn væri. Hann heitir Richard Brake og er hvað þekktastur fyrir að hafa myrt foreldra Batman, sem Joe Chill í Batman Begins.Hér fyrir neðan eru teknar saman upplýsingar um þennan karakter sem eru úr bókum George R.R. Martin og öðrum ritum tengdum söguheiminum. Linkarnir hér að neðan vísa á Wiki síður sem aðdáendur halda uppi og fjalla bæði um A Song of Ice and Fire bækurnar og Game of Thrones þættina.Hugsanlega átta þúsund ára gamall Eftir að karakternum brá fyrir í síðustu þáttaröð var honum gefið nafnið Night´s King á heimasíðu HBO, en það var fljótlega tekið út aftur. Í bókum George R.R. Martin og í bókinni The Land of Ice and Fire er á nokkrum stöðum fjallað um þann karakter. Konungur næturinnar var uppi á Öld hetjanna, skömmu eftir að Veggurinn var byggður um átta þúsund árum áður en Game of Thrones sagan gerist. Hann er sagður hafa orðið ástfanginn af konu með hörund sem var hvítt sem tunglið, kalt eins og ís og augu sem voru stjörnublá. Það lýsir White Walker nokkuð vel. Hann var þrettándi foringi Night´s Watch. Jon Snow er númer 998, þannig að ljóst er að mjög langur tími hefur liðið. Hann fór með ástkonu sína til höfuðvígis Night´s Watch, Nightfort, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri konungur. Í þrettán ár framdi hann mikil grimmdarverk. Það var ekki fyrr en konungur norðursins, Brandon Stark, og Joramun, konungurinn handan Veggsins, tóku höndum saman, sem að þeim tókst að sigra Konung næturinnar. Brandon og Joramun komust að því að hann hefði fórnað fólki til hinna bláeygðu handan veggsins og þurrkuðu hann úr sögubókunum og bönnuðu þegnum sínum að nefna hann á nafn. Konungur næturinner einnig sagður vera yngri bróðir konungs norðursins, sem gerir hann að meðlimi Stark fjölskyldunnar og þar með ættingja Jon Snow. Mögulega er þetta þó afkomandi mannsins sem var uppi átta þúsund árum áður, en þegar kemur að verkum George R.R. Martin er ekkert öruggt. George R.R. Martin hefur sagt að White Walkers, sem einnig eru þekktir sem The Others, séu ekki ódauðir eins og hermenn þeirra. Heldur séu þeir lifandi. Þeir búa eins langt í norðri og mögulegt er í landi sem kallast Land of Always Winter í bókum Martin. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali Fimmti þáttur fimmtu seríu var sóttur 2,2 milljón sinnum á netinu á tólf tímum. 12. maí 2015 13:31 Söngleikur Coldplay um Game of Thrones Coldplay samdi sína fyrstu rómantísku ballöðu um sifjaspell fyrir söngleikinn. 22. maí 2015 09:43 Aðdáendur reiðir yfir nauðgunaratriði í Game of Thrones George R. R. Martin kemur framleiðendum þáttanna til varnar eftir að pósthólfið hans fylltist af kvörtunum. 19. maí 2015 13:11 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Konung næturinnar brá fyrir í síðustu þáttaröð Game of Thrones þegar hann beitti síðasta son Craster göldrum og breytti honum í svokallaðan White Walker. Þeir hafa komið við sögu í hverri einustu þáttaröð en áhorfendur sem og lesendur bókanna sem þættirnir eru byggðir á, vita nánast ekkert um þá. Í síðasta þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 og víða um heim á sunnudagskvöldið og í gær, sáust konungurinn og hermenn hans vel. Þátturinn hefur vakið gífurleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og hefur hann verið sagður besti þáttur GOT hingað til. Fjölmargir hafa lýst því hvernig þeir stóðu á öndinni yfir honum. Margir áhorfendur könnuðust við svipinn á konungi næturinnar en áttuðu sig ekki á því hver leikarinn væri. Hann heitir Richard Brake og er hvað þekktastur fyrir að hafa myrt foreldra Batman, sem Joe Chill í Batman Begins.Hér fyrir neðan eru teknar saman upplýsingar um þennan karakter sem eru úr bókum George R.R. Martin og öðrum ritum tengdum söguheiminum. Linkarnir hér að neðan vísa á Wiki síður sem aðdáendur halda uppi og fjalla bæði um A Song of Ice and Fire bækurnar og Game of Thrones þættina.Hugsanlega átta þúsund ára gamall Eftir að karakternum brá fyrir í síðustu þáttaröð var honum gefið nafnið Night´s King á heimasíðu HBO, en það var fljótlega tekið út aftur. Í bókum George R.R. Martin og í bókinni The Land of Ice and Fire er á nokkrum stöðum fjallað um þann karakter. Konungur næturinnar var uppi á Öld hetjanna, skömmu eftir að Veggurinn var byggður um átta þúsund árum áður en Game of Thrones sagan gerist. Hann er sagður hafa orðið ástfanginn af konu með hörund sem var hvítt sem tunglið, kalt eins og ís og augu sem voru stjörnublá. Það lýsir White Walker nokkuð vel. Hann var þrettándi foringi Night´s Watch. Jon Snow er númer 998, þannig að ljóst er að mjög langur tími hefur liðið. Hann fór með ástkonu sína til höfuðvígis Night´s Watch, Nightfort, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri konungur. Í þrettán ár framdi hann mikil grimmdarverk. Það var ekki fyrr en konungur norðursins, Brandon Stark, og Joramun, konungurinn handan Veggsins, tóku höndum saman, sem að þeim tókst að sigra Konung næturinnar. Brandon og Joramun komust að því að hann hefði fórnað fólki til hinna bláeygðu handan veggsins og þurrkuðu hann úr sögubókunum og bönnuðu þegnum sínum að nefna hann á nafn. Konungur næturinner einnig sagður vera yngri bróðir konungs norðursins, sem gerir hann að meðlimi Stark fjölskyldunnar og þar með ættingja Jon Snow. Mögulega er þetta þó afkomandi mannsins sem var uppi átta þúsund árum áður, en þegar kemur að verkum George R.R. Martin er ekkert öruggt. George R.R. Martin hefur sagt að White Walkers, sem einnig eru þekktir sem The Others, séu ekki ódauðir eins og hermenn þeirra. Heldur séu þeir lifandi. Þeir búa eins langt í norðri og mögulegt er í landi sem kallast Land of Always Winter í bókum Martin.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali Fimmti þáttur fimmtu seríu var sóttur 2,2 milljón sinnum á netinu á tólf tímum. 12. maí 2015 13:31 Söngleikur Coldplay um Game of Thrones Coldplay samdi sína fyrstu rómantísku ballöðu um sifjaspell fyrir söngleikinn. 22. maí 2015 09:43 Aðdáendur reiðir yfir nauðgunaratriði í Game of Thrones George R. R. Martin kemur framleiðendum þáttanna til varnar eftir að pósthólfið hans fylltist af kvörtunum. 19. maí 2015 13:11 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali Fimmti þáttur fimmtu seríu var sóttur 2,2 milljón sinnum á netinu á tólf tímum. 12. maí 2015 13:31
Söngleikur Coldplay um Game of Thrones Coldplay samdi sína fyrstu rómantísku ballöðu um sifjaspell fyrir söngleikinn. 22. maí 2015 09:43
Aðdáendur reiðir yfir nauðgunaratriði í Game of Thrones George R. R. Martin kemur framleiðendum þáttanna til varnar eftir að pósthólfið hans fylltist af kvörtunum. 19. maí 2015 13:11