Innlent

Þóra Tómasdóttir: „Faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þóra Tómasdóttir
Þóra Tómasdóttir Vísir/Valli
Íslenskar konur greina nú hver á fætur annarri frá reynslu sinni af ofbeldi í Facebook-hópnum Beauty tips. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segist í opinni færslu á Facebook styðja rétt þolenda til að segja frá.

„...og upplýsi um leið að maðurinn sem á pappírum til er skráður faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig,“ segir Þóra.

Sögurnar streyma inn á Beauty tips og hafa sumar velt því fyrir sér hvort tími sé kominn til að nafngreina meinta kynferðisbrotamenn. Sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður segir máli skipta hvort viðkomandi hafi hlotið dóm fyrir brot sín eða ekki.

bjútítipshreyfingin er viðbragð við gölluðu kerfi sem bregst þolendum ofbeldis. Ég styð rétt þolenda til að segja frá og...

Posted by Þóra Tómasdóttir on Monday, June 1, 2015
„Eðlilegast er að svona mál fari þann farveg sem að gert er ráð fyrir í lögum, að ef um er að ræða kynferðisbrot, að þau eru þá kærð til lögreglu og rannsökuð hjá lögreglu,“ segir Gunnar Ingi í samtali við RÚV.

Þóra segir umræðuna á Beauty tips viðbrögð við gölluðu kerfi sem bregðist þolendum ofbeldis.

„Ég hef komist að því að það er sérstakur staður í helvíti fyrir svona menn.“


Tengdar fréttir

Hundruð kvenna segja frá ofbeldi

Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×