„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 16:29 Birgitta hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík ráðstefnunni í maí. Vísir/TEDx „Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni. Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni.
Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00